„Jóhann Björnsson (póstmeistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Björn Jóhannsson (lyfjafræðingur)|Björn Jóhannsson]] lyfjafræðingur, f. 13. febrúar 1949 á Vopnafirði. Fyrrum kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. Fyrrum kona hans Gunnur Petra Þórsdóttir.<br>
1. [[Björn Jóhannsson (lyfjafræðingur)|Björn Jóhannsson]] lyfjafræðingur, f. 13. febrúar 1949 á Vopnafirði. Fyrrum kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. Fyrrum kona hans Gunnur Petra Þórsdóttir.<br>
2. [[Jenný Jóhannsdóttir]] lífeindafræðingur, f. 26. apríl 1950 á Vopnafirði. Fyrrum maður hennar Sigmundur Einarsson. <br>
2. [[Jenný Jóhannsdóttir (Hólagötu)|Jenný Jóhannsdóttir]] lífeindafræðingur, f. 26. apríl 1950 á Vopnafirði. Fyrrum maður hennar Sigmundur Einarsson. <br>
3. [[Inga Jóhannsdóttir]] verslunarmaður, starfsmaður í þjónustuíbúðum aldraðra, f. 27. desember 1951 á Vopnafirði. Fyrrum maður hennar Karl Lúðvíksson. Fyrrum maður hennar [[Þorkell Andersen Húnbogason]].<br>
3. [[Inga Jóhannsdóttir]] verslunarmaður, starfsmaður í þjónustuíbúðum aldraðra, f. 27. desember 1951 á Vopnafirði. Fyrrum maður hennar Karl Lúðvíksson. Fyrrum maður hennar [[Þorkell Andersen Húnbogason]].<br>
4. Andvana stúlka, f. 12. apríl 1961 í Eyjum.<br>
4. Andvana stúlka, f. 12. apríl 1961 í Eyjum.<br>

Útgáfa síðunnar 5. nóvember 2024 kl. 18:36

Jóhann Björnsson.

Jóhann Björnsson frá Veturhúsum á Jökuldalsheiði, póstfulltrúi, forstjóri, bæjarfulltrúi fæddist þar 14. mars 1921 og lést 12. maí 2003.
Foreldrar hans voru Björn Jóhannsson frá Valdasteinsstöðum í Hrútafirði, kennari, skólastjóri, bóndi, f. þar 9. september 1891, d. 28. júní 1968, og kona hans Anna Magnúsdóttir frá Hjarðarhaga á Jökuldal, húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 19. desember 1892, d. 17. október 1967.

Jóhann var með foreldrum sínum.
Hann sat í Menntaskólanum á Akureyri 1937-1938, lauk prófum í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1942.
Jóhann vann hjá Almenna byggingafélaginu á Skagaströnd 1945-1946, var póst- og símstöðvarstjóri á Vopnafirði 1947-1952.
Hann var póstfulltrúi í Eyjum 1952-1969, forstjóri Sjúkrasamlagsins í Eyjum 1969-1981.
Jóhann starfaði í ungmennafélagi, í leikfélagi og kórum á Vopnafirði, í Leikfélagi Vestmannaeyja, Ferðafélaginu og Framsóknarfélaginu í Eyjum, var virkur félagi í Rótary og Oddfellow reglunni. Hann var bæjarfulltrúi í Eyjum eitt kjörtímabil, sat í skólanefnd og umhverfisnefnd. Jóhann sat í stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja um árabil og í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann var fulltrúi Samvinnutrygginga, sá um útgáfu Framsóknarblaðsins.
Þau Freyja giftu sig1947, eignuðust fimm börn, en fjórða barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Vopnafirði, fluttu til Eyja 1952, bjuggu á Hólagötu 14, en síðast á Nýlendu við Vestmannabraut 42.
Jóhann lést 2003.
Freyja býr á Nýlendu.

I. Kona Jóhanns, (11. október 1947 á Vopnafirði), er Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu, húsfreyja, f. 26. júní 1924 í Dalbæ við Vestmannabraut 9.
Börn þeirra:
1. Björn Jóhannsson lyfjafræðingur, f. 13. febrúar 1949 á Vopnafirði. Fyrrum kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. Fyrrum kona hans Gunnur Petra Þórsdóttir.
2. Jenný Jóhannsdóttir lífeindafræðingur, f. 26. apríl 1950 á Vopnafirði. Fyrrum maður hennar Sigmundur Einarsson.
3. Inga Jóhannsdóttir verslunarmaður, starfsmaður í þjónustuíbúðum aldraðra, f. 27. desember 1951 á Vopnafirði. Fyrrum maður hennar Karl Lúðvíksson. Fyrrum maður hennar Þorkell Andersen Húnbogason.
4. Andvana stúlka, f. 12. apríl 1961 í Eyjum.
5. Jón Freyr Jóhannsson tölvunarfræðingur, háskólakennari, f. 17. maí 1962 í Eyjum. Fyrrum kona hans Vilfríður Víkingsdóttir. Fyrrum kona hans Valgerður Halldórsdóttir. Sambúðarkona hans María Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Jenný.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 17. maí 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.