„Jórunn Indriðadóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jórunn Indriðadóttir''' fæddist 21. október 1836 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 6. febrúar 1877.<br> Foreldrar hennar voru Indriði Árnason bóndi, síðan vinnumaður, f. 1787 í Skammadal í Mýrdal, og barnsmóðir hans Jórunn Pétursdóttir vinnukona, bústýra, f. 1788 í Pétursey, d. 7. ágúst 1839. Jórunn var með móður sinni á Ketilsstöðum til 1937, í Kerlingardal í Mýrdal 1837/8-1840, í Suður-V...) |
m (Verndaði „Jórunn Indriðadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. desember 2023 kl. 14:55
Jórunn Indriðadóttir fæddist 21. október 1836 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 6. febrúar 1877.
Foreldrar hennar voru Indriði Árnason bóndi, síðan vinnumaður, f. 1787 í Skammadal í Mýrdal, og barnsmóðir hans Jórunn Pétursdóttir vinnukona, bústýra, f. 1788 í Pétursey, d. 7. ágúst 1839.
Jórunn var með móður sinni á Ketilsstöðum til 1937, í Kerlingardal í Mýrdal 1837/8-1840, í Suður-Vík þar 1838/40-1841/2, á Fossi þar 1841/2-1843, á Brekkum þar 1843/4-1845.
Hún fór til Eyja og var þar 1845 með bústýrunni móður sinni á Fögruvöllum, í Hallgeirsey í A.-Landeyjum 1850, vinnukona á Flókastöðum í Fljótshlíð 1955 og 1860.
Þau Bjarni giftu sig, eignuðust fjögur börn, en misstu þrjú þeirra ung. Þau bjuggu í Norðurkoti í Hvalsnessókn á Miðnesi, Gull.
Jórunn lést 1877.
I. Maður Jórunnar var Bjarni Guðmundsson þurrabúðarmaður, ættfræðingur, f. 21. júlí 1829 í Stokkseyrarsókn, d. 28. júní 1893. Foreldrar hans Guðmundur Jónsson bóndi í Gerðum í Stokkseyrarhreppi, f. 1789, d. 17. apríl 1858, og kona hans Málfríður Loftsdóttir frá Eystri-Rauðarhól í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja, f. 1792, d. 23. desember 1857.
Börn þeirra:
1. Málfríður Bjarnadóttir, f. 19. maí 1863, d. 29. júlí 1863.
2. Guðmundur Bjarnason, f. 27. september 1864, d. 24. október 1871.
3. Guðríður Bjarnadóttir, f. 16. júní 1872, d. 23. nóvember 1875.
4. Hólmfríður Bjarnadóttir vinnukona, f. 31. janúar 1877, d. 26. apríl 1959.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.