Jórunn Pétursdóttir (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jórunn Pétursdóttir frá Pétursey í Mýrdal, vinnukona, bústýra fæddist þar 10. júní 1794 og lést 20,. febrúar 1876.
Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson frá Norðurgarði í Mýrdal, bóndi, f. 1753, d. 25. ágúst 1816, og kona hans Ingveldur Ólafsdóttir frá Syðsta-Hvoli í Mýrdal, húsfreyja, f. 1755, d. 22. júní 1818.

Jórunn var með foreldrum sínum í Pétursey 1801 og 1816 og áfram til 1819, vinnukona í Kerlingardal í Mýrdal 1819-1820, í Reynisháleigu þar 1820-1821, í Pétursey þar 1821-1822/4, í Hryggjum þar 1823/4-1824/30, á Hvoli þar 1830 eða fyrr til 1832, í Stóra-Dal þar 1832-1834, á Ketilsstöðum þar 1834-1837, í Kerlingardal þar 1837-1838/40, í Suður-Vík þar 1838/40-1841/2, á Fossi þar 1841/2-1843, á Brekkum 1843-1844/5.
Hún var bústýra á Fögruvöllum við Strandveg 39c 1845, var vinnukona í Hallgeirsey í A.-Landeyjum 1850, í Krókatúni í Hvolhreppi 1855, var á sveit í Norður-Götum í Mýrdal 1865-1866, í Bólstað þar 1866-1867, á Lækjarbakka þar 1869-1870, var niðursetningur á Suður-Götum þar 1873-1875, á Brekkum þar 1875- æviloka.
Hún eignaðist barn með Birni 1818.
Hún eigaðist barn með Guðlaugi 1831.
Hún eignaðist barn með Indriða 1836.

I. Barnsfaðir Jórunnar var Björn Runólfsson bóndi í Pétursey, f. 1. mars 1792, d. 20. apríl 1841.
Barn þeirra:
1. Jón Björnsson, f. 1. mars 1818, d. 10. apríl 1819.

II. Barnsfaðir Jórunnar var Guðlaugur Guðlaugsson á Fögruvöllum, f. 1788, d. 30. apríl 1848.
Barn þeirra:
2. Jón Guðlaugson, f. 1. mars 1831, d. 3. ágúst 1831.

III. Barnsfaðir Jórunnar var Indriði Árnason bóndi, f. 1787 í Skammadal í Mýrdal.
Barn þeirra:
3. Jórunn Indriðadóttir, f. 21. október 1836, d. 6. febrúar 1877. Maður hennar Bjarni Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.