„Árni Einarsson (Þorvaldseyri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Árni Einarsson (Miðey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. desember 2023 kl. 14:39

Árni Einarsson frá Miðey í A.-Landeyjum, bóndi fæddist þar 16. nóvember 1896 og lést 26. júní 1991.
Foreldrar hans voru Einar Árnason frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, bóndi, sýslunefndarmaður, átti sæti í landsdómi, f. þar 12. apríl 1858, d. 5. júlí 1922, og kona hans Helga Ísleifsdóttir frá Kanastöðum, húsfreyja, f. 10. júlí 1867, d. 28. apríl 1944.

Systir Árna - í Eyjum, var
Sigríður Sesselja Árnadóttir saumakona, f. 26. apríl 1894, d. 29. desember 1987.
Bróðir Helgu - í Eyjum, var
Magnús Ísleifsson trésmiður í London, f. 8. ágúst 1875, d. 25. ágúst 1949.

Árni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann átti sæti í sveitastjórn í A.-Landeyjum.
Þau Margrét giftu sig 1924, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Eyjarhólum í Mýrdal 1924-1927, en fóru þá til Eyja, bjuggu á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35, fluttu til lands 1928, voru bændur í Miðey í A.-Landeyjum 1928-1942 og áttu þar heima til vors 1943.
Þau fluttu til Hvolsvallar, þar sem Árni var póst- og símstöðvarstjóri 1943-1966 og Margrét vann við skiptiborðið.
Margrét lést 1977 og Árni 1991.

I. Kona Árna, (1. júní 1924), var Margrét Sæmundsdóttir frá Lágafelli í A.-Landeyjum, húsfreyja, talsímakona, f. 23. febrúar 1903, d. 6. júlí 1977.
Börn þeirra:
1. Einar Árnason rafvirkjameistari á Hvolsvelli, verkstjóri, framkvæmdastjóri, f. 18. mars 1925, d. 22. mars 2011. Kona hans Hulda Sigurlásdóttir.
2. Guðrún Árnadóttir símstöðvarstjóri á Hellu, Rang., f. 16. júlí 1927, d. 1. júlí 2015. Maður hennar Jónas Helgason.
3. Helga Maggý Árnadóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, síðar í Rvk, f. 20. febrúar 1930. Maður hennar Jónas Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. júlí 1991. Minning.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.