„Pétur Guðjónsson (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Pétur Guðjónsson. '''Pétur Guðjónsson yngri''' frá Kirkjubæ, rafmagnsverkfræðingur fæddist 24. september 1958.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson frá Kirkjubæ, sjómaður, stýrimaður, síðar bifreiðastjóri á Selfossi, f. 31. júlí 1935, d. 25. janúar 1985, og kona hans Dagfríður Finnsdóttir frá Spjör í Eyrarsve...) |
m (Verndaði „Pétur Guðjónson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2023 kl. 17:53
Pétur Guðjónsson yngri frá Kirkjubæ, rafmagnsverkfræðingur fæddist 24. september 1958.
Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson frá Kirkjubæ, sjómaður, stýrimaður, síðar bifreiðastjóri á Selfossi, f. 31. júlí 1935, d. 25. janúar 1985, og kona hans Dagfríður Finnsdóttir frá Spjör í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, kennari, f. 20. október 1932, d. 21. júní 1989.
Barn Dagfríðar og Guðjóns Einars Jónssonar:
1. Hallveig Guðjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Mors Noregi, f. 14. janúar 1954. Maður hennar Morten Nilsen.
Börn Dagfríðar og Guðjóns Péturssonar:
2. Pétur Guðjónson rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, f. 24. september 1958. Kona hans Berta Jónsdóttir.
3. Sveinbjörn Guðjónsson kjötiðnaðarmaður á Selfossi, f. 26. janúar 1961. Kona hans Margrét Ýrr Vigfúsdóttir.
Pétur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Selfoss við Gosið 1973.
Pétur varð stúdent í M.L. 1978, lauk B.Sc.-prófi í rafmagnsverkfræði í HÍ. 1982.
Hann var verkfræðingur hjá Raunvísindastofnun HÍ 1982-1984, stundakennari í Tækniskóla Íslands 1982-1985, verkfræðingur hjá Marel hf. 1984-1985. Hann var framkvæmdastjóri Marel Equipment í Nova Scotia í Kanada frá 1985, var búsettur þar frá 1985-1991, framkvæmdastjóri Marel Seattle 1991-1993, markaðsstjóri Marel hf. á Íslandi frá 1991, síðan framkvæmdastjóri yfir sölu- og markaðsmálum og þjónustu til starfsloka 2020.
Pétur var ritari RVFÍ 1984, fulltrúi starfsmanna í stjórn HÍ 1983, Raunvísindastofnunar 1983-1984. Hann er í stjórn Thorice hf., í Kjósarveitum og Leiðarljósum í Kjósarhreppi og Seti hf. á Selfossi.
Þau Beta Sigrún giftu sig, eignuðust sex börn.
I. Kona Péturs er Berta Sigrún Jónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 22. maí 1953. Foreldrar hennar Jón Guðbrandsson dýralæknir á Selfossi, f. 18. mars 1929 í Reykjavík, d. 9. ágúst 2016, og kona hans Þórunn Einarsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 15. maí 1931 í Rvk, d. 23. janúar 2020.
Börn þeirra:
1. Dagfríður Pétursdóttir, f. 23. október 1977.
2. Guðjón Pétursson, f. 5. ágúst 1981.
3. Þórunn Karólína Pétursdóttir, f. 5. mars 1984.
4. Atli Kristófer Pétursson, f. 10. júlí 1985.
5. Jón Daði Pétursson, f. 22. apríl 1990 í Kanada.
6. Hlynur Ævar Pétursson, f. 10. mars 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Pétur.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.