„Andrés Einarsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Andrés Einarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 31. október 2023 kl. 10:18
Andrés Einarsson fæddist 22. janúar 1892 og lést 27. nóvember 1966. Hann bjó í Baldurshaga. Kona hans var Gíslína Margrét Magnúsdóttir og dóttir þeirra Sesselja.
Andrés var formaður á Soffí. Hann tók þátt í stýrimannanámskeiði haustið 1922 sem Sigfús Scheving efndi til.
Frekari umfjöllun
Andrés Einarsson frá Þórisholti í Mýrdal, vélstjóri, skipstjóri fæddist þar 22. janúar 1892 og lést 27. nóvember 1966.
Foreldrar hans voru Einar Finnbogason bóndi í Þórisholti, f. 26. júní 1863 í Þórisholti, d. 17. ágúst 1944, og kona hans Vilborg Andrésdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 21. nóvember 1865, d. 28. október 1945.
Andrés var með foreldrum sínum í Þórisholti til 1894, var fósturbarn í Kerlingardal 1895-1899, hjá foreldrum sínum í Þórisholti 1899-1904, var tökubarn í Reynisdal í Mýrdal 1904-1906, léttadrengur í Reynisholti 1906-1908, á Vatnsskarðshólum í Mýrdal 1908-1909.
Hann var vinnumaður hjá Ísleifi Guðnasyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur í Kirkjubæ í Eyjum 1909-1918, var hjá foreldrum sínum í Þórisholti 1918-1930, skipstjóri og síðan vélstjóri í Eyjum frá 1930.
Þau Gíslína Margrét giftu sig 1932, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Viðey við Vestmannabraut 30, þá í Heiðarhvammi við Helgafellsbraut 5, síðar í Baldurshaga við Vesturveg 5a.
Andrés lést 1966 og Gíslína Margrét 1990.
I. Kona Andrésar, (2. júlí 1932), var Gíslína Margrét Magnúsdóttir frá Gularáshjáleigu í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. júlí 1907, d. 21. maí 1990.
Barn þeirra:
1. Sesselja Andrésdóttir, f. 3. september 1931, d. 19. desember 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.