„Ragnheiður Runólfsdóttir (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ragnhildur Runólfsdóttir''' frá Skálmarbæ í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 12. maí 1883 og lést 6. desember 1950 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Runólfur Gunnsteinsson bóndi, f. 1827 í Jórvík í Álftaveri, d, 12. mars 1899 í Skálmarbæ, og síðari kona hans Þórunn Jónsdóttir frá Svínadal í Skaftártungu, húsfreyja, f. þar 10. júlí 1842, d. 7. ágúst 1924 í Rvk. Ragnhildur var með foreldrum sínum í Skálmarbæ til 1899, f...) |
m (Verndaði „Ragnhildur Runólfsdóttir (Þorlaugargerði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 28. september 2023 kl. 11:23
Ragnhildur Runólfsdóttir frá Skálmarbæ í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 12. maí 1883 og lést 6. desember 1950 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Runólfur Gunnsteinsson bóndi, f. 1827 í Jórvík í Álftaveri, d, 12. mars 1899 í Skálmarbæ, og síðari kona hans Þórunn Jónsdóttir frá Svínadal í Skaftártungu, húsfreyja, f. þar 10. júlí 1842, d. 7. ágúst 1924 í Rvk.
Ragnhildur var með foreldrum sínum í Skálmarbæ til 1899, fór þá með þeim að Úthlíð í Skaftártungu.
Þau Þorsteinn giftu sig 1902, bjuggu 1901-1905 í Syðstu-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, voru um skeið í vinnumennsku, fluttu til Eyja 1907, að Skíðbakka 1908, bjuggu þar á vesturjörðinni til 1920.
Þau fluttu til Eyja 1921, bjuggu í Vestra-Þorlaugargerði.
Þau eignuðust eitt barn, 1905.
Þorsteinn lést 1934 og Ragnhildur 1950.
I. Maður Ragnhildar var Þorsteinn Jónsson frá Syðstu-Mörk, bóndi, f. þar 27. nóvember 1775, d. 9. desember 1934.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Þorsteinsdóttir verkakona í Rvk, f. 31. maí 1905, d. 9. október 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.