„Þórður Frímann Ólafsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Þórður Frímann Ólafsson. '''Þórður Frímann Ólafsson''' lögfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 5. maí 1928 í Reykjavík og lést 12. ágúst 2023.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Thorarensen útibússtjóri Landsbanka Íslands á Akureyri, f. 8. desember 1892, d. 30. janúar 1966, og kona hans Jóhanna ''María'' Frímannsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897, d. 10. desember 1978. Þórður varð stúdent...) |
m (Verndaði „Þórður Frímann Ólafsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. september 2023 kl. 13:44
Þórður Frímann Ólafsson lögfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 5. maí 1928 í Reykjavík og lést 12. ágúst 2023.
Foreldrar hans voru Ólafur Thorarensen útibússtjóri Landsbanka Íslands á Akureyri, f. 8. desember 1892, d. 30. janúar 1966, og kona hans Jóhanna María Frímannsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897, d. 10. desember 1978.
Þórður varð stúdent í M.A. 1947, stundaði nám í læknisfræði í H.Í. 1947-1949, varð cand. juris í H.Í. 2. júní 1954.
Hann var starfsmaður Landsbankans í Rvk á námsárum sínum og í nokkra mánuði að loknu lagaprófi.
Þórður var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja frá hausti 1954 til vors 1960, fulltrúi hjá Verslunartryggingum hf. í Rvk 1960-1969 og á lögfræðiskrifstofu Sigurðar Helgasonar hrl. í Rvk 1970-1972. Þórður var framkvæmdastjóri og lögfræðingur Húseigendafélags Reykjavíkur 1963-1974, lögfræðingur Fiskveiðasjóðs Íslands frá 1972, fulltrúi hjá yfirborgarfógetanum í Rvk við flestar utankjörfundaratkvæðagreiðslur 1968-1987.
Þau Halldóra Valgerður giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 49, fluttu til Reykjavíkur 1960.
I. Kona Þórðar, (19.. nóvember 1950), var Halldóra Valgerður Hjaltadóttir húsfreyja, kennari, f. 29. maí 1927, d. 1. febrúar 2013.
Börn þeirra:
1. Margrét María Þórðardóttir tannlæknir, f. 21. janúar 1951. Maður hennar Guðmundur Gunnarsson.
2. Anna Halldóra Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. júlí 1953 í Reykjavík. Maður hennar Þórhallur Jóhannesson.
3. Gunnhildur Þórðardóttir kennari, f. 13. október 1958 í Eyjum. Maður hennar Þór Tómasson.
4. Ólafur Þórðarson arkitekt, f. 19. mars 1963. Fyrrum kona hans Lisa Gail Þórðarson. Kona hans Donna Ann Fumosa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Lögfræðingatal.
- Morgunblaðið 12. febrúar 2013. Minning Halldóru Valgerðar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.