Anna Halldóra Þórðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Halldóra Þórðardóttir.

Anna Halldóra Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 1. júlí 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Frímann Ólafsson lögfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 5. maí 1928, d. 12. ágúst 2023, og kona hans Halldóra Valgerður Hjaltadóttir húsfreyja, kennari, f. 29. maí 1927, d. 1. febrúar 2013.

Börn Halldóru og Þórðar:
1. Margrét María Þórðardóttir tannlæknir, f. 21. janúar 1951. Maður hennar Guðmundur Gunnarsson.
2. Anna Halldóra Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. júlí 1953 í Reykjavík. Maður hennar Þórhallur Jóhannesson.
3. Gunnhildur Þórðardóttir kennari, f. 13. október 1958 í Eyjum. Maður hennar Þór Tómasson.
4. Ólafur Þórðarson arkitekt, f. 19. mars 1963. Fyrrum kona hans Lisa Gail Þórðarson. Kona hans Donna Ann Fumosa.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1954, var hjá þeim á Hásteinsvegi 49 og flutti með þeim til Reykjavíkur 1960.
Hún varð stúdent í M.H. 1973, lauk námi í H.S.Í. í september 1981.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Heilsuverndarstöð Rvk, heimahjúkrun, sumarið 1983 og um árstíma 1985-1986, í afleysingum á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1984 og 1985. (Þannig 1988).
Þau Þórhallur giftu sig 1975, eignuðust fimm börn.

I. Maður Önnu Halldóru, (28. ágúst 1975), er Þórhallur Jóhannesson prentari, f. 27. október 1953. Foreldrar hans Jóhannes Finnbogason Jónsson kennari, f. 26. febrúar 1926 á Siglufirði, d. 15. júlí 1987, og kona hans Guðrún Þórhallsdóttir myndmenntakennari, með flugpróf, f. 24. október 1925 á Hrafnagili í Eyjafirði, d. 3. janúar 2015.
Börn þeirra:
1. Þórhildur Þórhallsdóttir, f. 3. september 1974. Maður hennar Ásgeir Björgvinsson.
2. Jóhanna María Þórhallsdóttir, f. 9. desember 1978. Faðir barna hennar Gottskálk Gissurarson.
3. Klara Þórhallsdóttir, f. 27. júní 1982. Barnsfaðir hennar Guðmundur Tjörvi Guðmundsson.
4. Signý Þórhallsdóttir, f. 25. febrúar 1987. Sambúðarmaður Þorbjörn G. Kolbrúnarson.
5. Þórður Frímann Þórhallsson, f. 20. desember 1995.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 12. febrúar 2013. Minning Halldóru Valgerðar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.