„Borghildur Einarsdóttir (læknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Borghildur Einarsdóttir. '''Borghildur Einarsdóttir''' geðlæknir fæddist 24. febrúar 1946 í Lundi í Svíþjóð.<br> Foreldrar hennar voru Einar Bragi Sigurðsson kennari, ljóðskáld, f. 7. apríl 1920, d. 26. mars 2005, og Kona hans Kristín Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja, vefari, leikskólastarfsmaður, f. 9. janúar 1920, d. 1. nóvember 2004. Börn Kristínar og Ei...)
 
m (Verndaði „Borghildur Einarsdóttir (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 8. ágúst 2023 kl. 17:31

Borghildur Einarsdóttir.

Borghildur Einarsdóttir geðlæknir fæddist 24. febrúar 1946 í Lundi í Svíþjóð.
Foreldrar hennar voru Einar Bragi Sigurðsson kennari, ljóðskáld, f. 7. apríl 1920, d. 26. mars 2005, og Kona hans Kristín Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja, vefari, leikskólastarfsmaður, f. 9. janúar 1920, d. 1. nóvember 2004.

Börn Kristínar og Einars Braga:
1. Borghildur Einarsdóttir geðlæknir, f. 24. febrúar 1946. Fyrrum maður hennar Viðar Strand. Maður hennar Rudolf Rafn Adolfsson.
2. Jón Arnar Einarsson húsgagna- og innanhússhönnuður, f. 12. febrúar 1949. Fyrrum kona hans Sigrún Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Ingunn Ásdísardóttir. Kona hans Elma Hrafnsdóttir.

Borghildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð stúdent í M.R. 1965, lauk B.A.-prófi í frönsku og ensku í H.Í. 1972, stundaði nám í stærðfræðideild í Gautaborg 1975, med. kand. í Gautaborgarháskóla 1977 og med. lic. 1981. Hún lauk viðaukaprófum í læknisfræði (próf fyrir lækna með erlend háskólapróf) í H.Í. nóvember til desmber 1981 og (tilleggsprøver) við læknadeild Óslóarháskóla 18. október 1988.
Borghildur fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 28. desember 1983 og í Noregi 16. nóvember 1988, fékk sérfræðingsleyfi í geðlækningum í Noregi 20. júní 1990 og á Íslandi 16. ágúst 1990. Hún sótti námskeið (Det obligatoriske psykiatrikurs Den Norske lægeforenings spesialitetskomité i psykiatri) 1985-1988, stundaði nám í hópmeðferð á vegum The Institute of Group Analysis í Lundúnum 1987-1990. Handleiðsla í psykoterapi (alls 111 tímar). Hún sótti auk þess fjölda námskeiða og þinga, sem teljast til viðhalds- og endurmenntunar, m.a. 9 námskeið í Harvard Meedical School og 9 námskeið og þing um áfallahjálp og áfallastreitu.
Borghildur var aðstoðarlæknir á Vasa sjukhus í Gautaborg júní-júlí 1979, var kandídat á Borgarspítalanum, ýmsum deildum Landspítalans frá 1981-1983. Hún var heilsugæslulæknir á Húsavík janúar-apríl 1983. Hún var aðstoðarlæknir í sérnámi sínu á Landspítalanum, í Åsgård psykiatriske Sykehus í Tromsø í Noregi júní-júlí 1985, á Blakstad Sykehus í Asker september 1986- ágúst 1987, á Ullevål sykehus í Ósló, geðdeild september-desember 1988, á Landspítalanum, geðdeild janúar-febrúar 1989, á Áfengisdeild mars-ágúst s.á. og á barna- og unglingageðdeild september 1989-febrúar 1990.
Hún var sérfræðingur í geðlækningum á geðdeild Landspítalans frá ágúst 1990, sérfræðingur á dagdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur frá febrúar 1999.
Önnur störf:
Hún tók þátt í undirbúningsvinnu fyrir fjölskyldurannsókn á einstaklingum með felmtursröskun 1990-1991, var í starfshópi á vegum landlæknis varðandi fræðslu um áfallahjálp frá 1997, var í áfallahjálparteymi Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1999.
Hún tók þátt í kennslu læknanema og aðstoðarlækna samhliða sérfræðinámi. Hélt fjölda fræðsluerinda og námskeiða um áfallastreitu og áfallahjálp fyrir fagfólk og leikmenn. Hún hefur kennt á sendifullktrúanámskeiðum frá 1993 og við Lögregluskóla ríkisins frá 1996 um áðurnefnd efni. Hún hefur verið stundakennari í læknadeild Háskóla Íslands.
Rit:
Bæklingur um sálræn eftirköst áfalla, útg. 1999 (ásamt Rudolf Adolfssyni).

I. Maður Borghildar, (1. júní 1969, skildu), Viðar Karlsson Strand sérfræðingur í svæfingum og deyfingum, yfirlæknir, f. 5. maí 1944, d. 11. desember 2014. Foreldrar hans Karl Karlsson Strand geðlæknir, yfirlæknir, tryggingalæknir, f. 24. október 1911, d. 13. ágúst 1998, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. mars 1913, d. 17. mars 2002.
Börn þeirra:
1. Una Strand, með doktorspróf í líffræðilegri mannfræði, kennari í Durham á Englandi, f. 19. febrúar 1971. Sambúðarmaður Paul Jeffrey.
2. Æsa Strand upplýsinga- og bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 20. október 1972. Sambúðarmaður hennar Jóhannes Þór Skúlason.

II. Maður Borghildar, (27. mars 1988, sambúð frá 1984), Rudolf Rafn Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur, f. 29. júlí 1951. Foreldrar hans Adolf Hansen bryti, f. 18. september 1922, d. 14. mars 1972, og kona hans Erna Sigurðardóttir húsfreyja, aðstoðarmaður á rannsóknastofu, f. 11. september 1930, d. 43. mars 2017.
Barn þeirra:
3. Diljá Rudolfsdóttir, f. 28. febrúar 1988.
Börn Rudolfs og stjúpbörn Borghildar:
4. Örvar Rudolfsson sölumaður, f. 25. janúar 1975. Sambúðarkona hans Katla Stefánsdóttir.
5. Hildur Rudolfsdóttir nemi, f. 13. ágúst 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.