„Steinn Sveinsson (Múla)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Steinn Sveinsson. '''Steinn Sveinsson''' kennari, forstjóri, framkvæmdastjóri fæddist 12. júlí 1946 í Múla við Bárustíg 14.<br> Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008, og kona hans Sigríður Steinsdóttir frá Múli...) |
m (Verndaði „Steinn Sveinsson (Múla)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. ágúst 2023 kl. 13:45
Steinn Sveinsson kennari, forstjóri, framkvæmdastjóri fæddist 12. júlí 1946 í Múla við Bárustíg 14.
Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008, og kona hans Sigríður Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. þar 1. mars 1925.
Börn Sigríðar og Sveins:
1. Steinn Sveinsson í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 12. júlí 1946. Kona hans er Ólína Margrét Jónsdóttir.
2. Magnús Sveinsson kaupmaður, umboðsmaður, Fjólugötu 9, f. 2. mars 1948. Kona hans er Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Sveinsson verslunarmaður, Sóheimatungu, Brekastíg 14, f. 23. mars 1951. Kona hans er Sigríður Þórðardóttir. Fyrri kona hans var Ólafía Guðrún Halldórsdóttir, látin.
4. Birgir Sveinsson kaupmaður, umboðsmaður, Bakkaeyri, Skólavegi 26, f. 30. janúar 1960. Kona hans er Ólöf Jóhannsdóttur. Fyrri kona hans er Ásdís Erla Ólafsdóttir.
Steinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1962, varð stúdent í M.L. 1966, lauk kennaraprófi 1968, B.A.-prófi í ensku og sögu í H.Í. 1972.
Steinn var stundakennari í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og í Vogaskóla 1967-1969, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1966-1967, í Ármúlaskóla í Rvk 1969-1977. Hann var skrifstofumaður hjá skipafélaginu Bifröst 1977-1980, forstjóri og eigandi Flutningsmiðlunarinnar frá 1980-1995, er hann seldi fyrirtækið, var framkvæmdsstjóri þess til 2000. Fyrirtækið heitir nú Jónar transport.
Hann vann ýmis félagsstörf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, K.K.R.R. og íþróttafélagi stúdenta 1973-1983, var m.a. framkvæmdastjóri K.K.Í. í 2 ár, formaður landsliðsnefndar K.K.Í. í 3 ár og formaður körfuknattleiksdeildar Í.S. í 7 ár.
Þau Ólína Margrét giftu sig 1970, eignuðust tvö börn og eitt kjörbarn.
I. Kona Steins, (26. september 1970), er Ólína Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1945. Foreldrar hennar Jón Þorbjörnsson leigubílstjóri, f. 4. nóvember 1939, d. 14. ágúst 1982, og kona hans Elín Friðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1921, d. 27. september 2012.
Börn þeirra:
1. Elín Steinsdóttir (kjörbarn), skrifstofumaður, flugfreyja, f. 10. ágúst 1963.
2. Tinna Steinsdóttir skrifstofumaður, afgreiðslumaður, f. 16. ágúst 1973.
3. Vala Steinsdóttir framkvæmdastjóri, f. 7. júlí 1979. Maður hennar Þorsteinn Már Þorsteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.