„Arnbjörg Pálsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Arnbjörg Pálsdóttir''' húsfreyja fæddist 17. mars 1951.<br> Foreldrar hennar voru Páll Lúthersson klæðskerameistari, trúboði, f. 20. október 1926, d. 25. maí 1981, og kona hans Aðalbjörg Stefanía Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1924. Börn þeirra:<br> 1. Ingimar Pálsson tónlistarmaður, kennari, f. 14. mars 1945 á Akureyri. Fyrrum kona hans Jóhanna Gunnlaugsdót...) |
m (Verndaði „Arnbjörg Pálsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 24. júlí 2023 kl. 14:21
Arnbjörg Pálsdóttir húsfreyja fæddist 17. mars 1951.
Foreldrar hennar voru Páll Lúthersson klæðskerameistari, trúboði, f. 20. október 1926, d. 25. maí 1981, og kona hans Aðalbjörg Stefanía Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1924.
Börn þeirra:
1. Ingimar Pálsson tónlistarmaður, kennari, f. 14. mars 1945 á Akureyri. Fyrrum kona hans Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
2. Elín Pálsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1949.
3. Arnbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1951. Maður hennar, skildu, Helgi Jósefsson Vápni, látinn.
4. Lúther Pálsson rafvirki, leigubílstjóri í Kópavogi, f. 2. júní 1953 á Fífilgötu 5. Barnsmæður hans Ragna Benedikta Gísladóttir, Hjördís Bech Ásgeirsdóttir. Kona hans Áslaug Björg Hrólfsdóttir.
5. Pála Björg Pálsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 7. október 1957 í Eyjum. Maður hennar Kristján Egilsson.
6. Páll Elfar Pálsson, f. 27. nóvember 1962.
7. Sesselja Kristín Pálsdóttir, f. 28. júlí 1965.
Arnbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Helgi giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst á Vopnafirði. Þau skildu.
I. Maður Arnbjargar, (26. desember 1970), var Helgi Jósefsson Vápni, húsasmíðameistari, kennari, myndlistarkennari, brautryðjandi í snertilist blindra og sjónskerta, f. 7. febrúar 1947, d. 3. desember 2005. Foreldrar hans voru Jósef Halldórsson húsasmíðameistari, eftirlitsmaður, f. 12. október 1917, d. 28. apríl 2008, og fyrri kona hans Dýrfinna Helgadóttir húsfreyja, f. 4. október 1925, d. 14. september 1991.
Börn þeirra:
1. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, f. 28. júní 1972. Maður hennar Heiðar Ingi Svansson.
2. Sonja Dröfn Helgadóttir kennari, f. 1. maí 1975. Barnsfaðir hennar Sigurður Magnússon. Maður hennar Guðmundur Egill Erlendsson.
3. Þórdís Ósk Helgadóttir leikskólakennari, f. 23. janúar 1978. Sambúðarmaður hennar Pétur Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. desember 2005. Minning Helga.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.