„Helga Soffía Einarsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Helga Soffía Einarsdóttir. '''Helga Soffía Einarsdóttir''' kennari fæddist 22. nóvember 1924 á Akureyri og lést 9. janúar 1998.<br> Foreldrar hennar voru Einar Jóhannsson frá Arnarstöðum í Eyjafirði, múrarameistari, f. 17. febrúar 1896, d. 2. janúar 1960, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir Austfjörð frá Eskifirði, húsfreyja, f. 27. júní 1898, d. 8. febrúar 1980. Helga lauk gagnfræðaprófi í M.A....) |
m (Verndaði „Helga Soffía Einarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 24. júlí 2023 kl. 11:01
Helga Soffía Einarsdóttir kennari fæddist 22. nóvember 1924 á Akureyri og lést 9. janúar 1998.
Foreldrar hennar voru Einar Jóhannsson frá Arnarstöðum í Eyjafirði, múrarameistari, f. 17. febrúar 1896, d. 2. janúar 1960, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir Austfjörð frá Eskifirði, húsfreyja, f. 27. júní 1898, d. 8. febrúar 1980.
Helga lauk gagnfræðaprófi í M.A. 1941, nam í Handíða- og myndlistarskólanum 1941-1942, lauk kennaraprófi 1944.
Hún kenndi í einkatímum 1944-1945, var kennari í barnaskólanum í Hafnarfirði í forföllum 1945-1946, var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1946-1948, Miðbæjarskólanum í Rvk frá 1948-1969 (er hann hætti), Laugarnesskólanum 1969-1970, í Melaskólanum frá 1970-1991, yfirkennari þar frá 1979.
Helga sat í stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík, var ritari 1972-1978 og formaður 1978-1981, í stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna 1972-1985, sat í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1972-1978, í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík 1970-1982 og sat í félagsmálaráði fyrir Alþýðuflokkinn 1978-1982. Hún sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og alþjóðaþing jafnaðarkvenna í Montreal. Þá sat hún einnig í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar og í stjórn skóla Ísaks Jónssonar. Hún sat í stjórn Félags kennara á eftirlaunum síðustu tvö ár sín.
I. Maður Helgu, (3. september 1958), var Jón Guðbjörn Magnússon frá Pétursborg, skrifstofumaður, f. 9. ágúst 1923, d. 31. janúar 1967.
Barn þeirra:
1. Kristín Björg Jónsdóttir kennari, f. 20. desember 1958. Maður hennar Jóhann Magnússon.
II. Sambúðarmaður Helgu frá 1984 var Eggert G. Þorsteinsson fyrrv. alþm., ráðherra og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, f. 6. júlí 1925 í Keflavík, d. 9. maí 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 16. janúar 1998. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.