„Jónína Waagfjörð (sjúkraþjálfari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Jónína Waagfjörð. '''Jónína Waagfjörð''' sjúkraþjálfari fæddist 23. október 1958 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Símon Waagfjörð frá Garðhúsum, bakari, bólstrari, verkamaður, f. 1. maí 1924, d. 13. desember 2007, og kona hans Elín Jóna Jóhannsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 13. febrúar 1926, d. 3. júní 2012. Börn E...)
 
m (Verndaði „Jónína Waagfjörð (sjúkraþjálfari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 26. júní 2023 kl. 15:43

Jónína Waagfjörð.

Jónína Waagfjörð sjúkraþjálfari fæddist 23. október 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Símon Waagfjörð frá Garðhúsum, bakari, bólstrari, verkamaður, f. 1. maí 1924, d. 13. desember 2007, og kona hans Elín Jóna Jóhannsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 13. febrúar 1926, d. 3. júní 2012.

Börn Elínar Jónu og Símonar:
1. Símon Þór Waagfjörð vélfræðingur, kennari, f. 11. september 1953.
2. Kristín Sigríður Waagfjörð dr. í jarðeðlisfræði, húsfreyja, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f. 24. apríl 1956.
3. Jónína Waagfjörð M.Sc-sjúkraþjálfari, heilsuhagfræðingur, húsfreyja, kennari, f. 13. október 1958.
4. Jóhanna Waagfjörð þjóðhagfræðingur, framkvæmdastjóri Haga, f. 13. október 1958.

Jónína var með foreldrum sínum.
Hún lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands 1985, lauk M.Sc.-prófi í Boston University 1989, varð heilsuhagfræðingur.
Hún lauk öðru M.Sc.-prófi í heilsuhagfræði í London School of Economics 2006.
Jónína vann hjá Giktarfélagi Íslands 1985-1986, á Grensásdeild Borgarspítalans 1986-1988, á Children´s Hospital í Boston 1989-1990, á Braintree Hospital í Braintree Massachusetts 1990-1991, Univesity of Alabama í Mobile Alabama 1991-1993, í Health South Nittany Valley Rehabilitation Hospital í Pleasant Gap í Pennsylvaníu 1993-1994, í Lewistown Hospital í Lewistown í Pennsylvaníu 1994-1995, í Beaumont Hospital í Troy í Michigan 1995-1999 og við Námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands frá 1999-2004.
Jónína sat í fræðslunefnd sjúkraþjálfara 1985-1987 og í fagnefnd 2000 til um 2015.
Jónína hefur verið verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands og unnið hjá Landspítalanum, en er nú sviðsstjóri hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði.
Þau Gunnar Snævar giftu sig 1991, eignuðust tvö börn.

I. Maður Jónínu, (29. desember 1991), er Gunnar Snævar Sigurðsson viðskiptafræðingur, f. 9. nóvember 1969 í Reykjavík. Foreldrar hans Sigurður Snævar Gunnarsson, f. 10. október 1945, og Erla Pálmadóttir, f. 25. mars 1950.
Börn þeirra:
1. Friðrik Þór Gunnarsson hagfræðingur, er í MBA-námi í London Business School, f. 25. maí 1992 í Alabama.
2. Jakob Þór Gunnarsson, er í tölvunarfræðinámi í H.Í., f. 24. ágúst 1996 í Michigan.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Jónína.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.