„Snorri Þ. Rútsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Snorri Þ. Rútsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:
[[Flokkur: Íþróttaþjálfarar]]
[[Flokkur: Íþróttaþjálfarar]]
[[Flokkur: Afreksmenn í íþróttum]]
[[Flokkur: Afreksmenn í íþróttum]]
[[Flokkur: Ökukennarar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar við Vesturveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Vesturveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Sóleyjargötu]]
[[Flokkur: Íbúar við Sóleyjargötu]]
[[Flokkur: Íbúar við Hrauntún]]
[[Flokkur: Íbúar við Hrauntún]]

Útgáfa síðunnar 12. júní 2023 kl. 09:52

Snorri Þorgeir Rútsson íþrótta- og ökukennari fæddist 10. febrúar 1953.
Foreldrar hans voru Rútur Snorrason frá Steini við Vesturveg 10, kaupmaður, verslunarstjóri, f. þar 26. apríl 1918, d. 18. ágúst 2001, og kona hans Ingveldur Jónína Þórðardóttir (Inga) húsfreyja, f. 1. október 1922 á Dyrhólum við Hásteinsveg 15b, d. 2. febrúar 2012.

Börn Ingveldar og Rúts:
1. Snorri Þorgeir Rútsson íþróttakennari, ökukennari, f. 10. febrúar 1953. Kona hans Hrefna Baldvinsdóttir.
2. Jónína Rútsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1955. Barnsfaðir hennar Logi Ólafsson. Maður hennar Jón Pétur Jónsson.
3. Gylfi Þór Rútsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 6. ágúst 1962. Kona hans Ágústa Kristjánsdóttir.

Snorri var með foreldrum sínum.
Hann lauk framhaldsdeild Gagnfræðaskólans 1970, nam í Íþróttaskólanum í Sønderborg í Danmörku 1971-1972, lauk námi í Íþróttakennaraskóla Íslands 1974, nam íþróttir í University of Loughborough á Englandi 1992, lærði í Kennaraháskólanum ökukennslu 1999-2000.
Snorri var þjálfari hjá Tý frá 14 ára aldri, var spilandi þjálfari hjá Einherja í Vopnafirði 1985 og hjá Reyni í Sandgerði 1986, kenndi íþróttir í Grunnskólanum í Eyjum í 48 ár og var ökukennari í 23 ár.
Hann var í liði nemenda í Íþróttakennaraskólanum, er þeir urðu Íslandsmeistarar í blaki 1974, og var valinn í lndsliðiðið í blaki og keppti við Norðmenn 1975, var í unglingalandsliðinu í knattspyrnu.
Snorri leik handbolta með Tý og fótbolta með ÍBV í meistaraflokki í tæp 20 ár. Þeir urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu 1979 og bikarmeistarar þrisvar.
Þau Hrefna giftu sig 1975, eignuðust eitt barn. Þau búa við Hrauntún 65.

I. Kona Snorra, (14. mars 1975), er Hrefna Baldvinsdóttir frá Steinholti, launafulltrúi, f. 23. janúar 1954.
Barn þeirra:
1. Rútur Snorrason sölufulltrúi í Hafnarfirði, f. 28. mars 1974. Kona hans Hind Hannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.