„Jón Sigurður Óskarsson (lögfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jón Sigurður Óskarsson''' frá Svefneyjum á Breiðafirði, lögfræðingur fæddist þar 15. maí 1936 og lést 29. september 2008.<br> Foreldrar hans voru Óskar Níelsson bóndi, hreppstjóri, útvegsbóndi, síðar í Reykjavík, f. 12. maí 1895, d. 9. september 1985, og síðari kona hans Guðríður Sveinbjarnardóttir húsfreyja, f. 8. júní 1912, d. 28. júlí 1988.<br> Jón varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1956, lauk prófum í lögfræði (var...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Hátúni]]

Útgáfa síðunnar 12. maí 2023 kl. 13:26

Jón Sigurður Óskarsson frá Svefneyjum á Breiðafirði, lögfræðingur fæddist þar 15. maí 1936 og lést 29. september 2008.
Foreldrar hans voru Óskar Níelsson bóndi, hreppstjóri, útvegsbóndi, síðar í Reykjavík, f. 12. maí 1895, d. 9. september 1985, og síðari kona hans Guðríður Sveinbjarnardóttir húsfreyja, f. 8. júní 1912, d. 28. júlí 1988.

Jón varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1956, lauk prófum í lögfræði (varð cand. juris) í Háskóla Íslands 1962, fékk héraðsdómslögmannsrétt 1968.
Jón var fulltrúi sýslumanns í Skagafirði og bæjarfógetans á Sauðárkróki 1962-1964, var fulltrúi bæjarfógetans í Eyjum 1964-1967, bæjarlögfræðingur í Eyjum frá 1. janúar 1967. Hann rak eigin lögfræðistofu í Eyjum frá 1. júní 1969.
Jón kenndi sjórétt í Stýrimannaskólanum í Eyjum frá 1. október 1966 til ársloka 1969. Hann sat í stjórn Sjúkrahússins í Eyjum frá 1. ágúst 1970, stjórnarformaður þar frá 1. september 1974, stjórnarformaður í Steypustöð Vestmannaeyja hf. frá 1968, framkvæmdastjóri Raðhúsa hf. í Eyjum frá 1970. Hann sat í stjórn Herjólfs hf.
Þau Helga giftu sig 1960, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Hrefna giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hátúni 14.

I. Kona Jóns, (12. febrúar 1960, skildu), er Helga Kress cand. mag., prófessor, f. 21. september 1939. Foreldrar hennar voru Bruno Kress dr. philol., prófessor í Greifswald í Þýskalandi, og kona hans Kristín Anna Thoroddsen húsfreyja, f. 4. desember 1904, d. 15. júní 1988.
Barn þeirra:
1. Már Jónsson prófessor, f. 19. janúar 1959. Kona hans Margrét Jónsdóttir.

II. Kona Jóns, (24. nóvember 1968), er Hrefna Sighvatsdóttir frá Ási, húsfreyja, f. 23. júlí 1939.
Börn þeirra:
2. Anna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. maí 1968, d. 25. mars 2008. Maður hennar Karl Björnsson.
3. Orri Jónsson vélstjóri, f. 13. desember 1974. Kona hans Hulda Birgisdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.