„Páll Sigurðarson (vélvirki)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Páll Sigurðarson (járnsmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2023 kl. 15:44

Páll Sigurðsson frá Hraungerði í Árness., vélstjóri, járnsmiður fæddist 20. ágúst 1934.
Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson prestur og vígslubiskup, f. 8. júlí 1901 í Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., d. 13. júlí 1987, og kona hans Stefanía Gissurardóttir frá Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi, Árn., húsfreyja, f. 9. febrúar 1909, d. 13. september 1989.

Páll var með foreldrum sínum.
Hann tók hið minna vélstjórapróf á Akureyri 1953, varð síðar járnsmiður í Eyjum.
Hann hefur verið garðyrkjumaður, veghefilsstjóri.
Þau Halla giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengi við Látraströnd á Seltjarnarnesi.
Lára Halla lést 2022.

I. Kona Páls, (30. maí 1959), var Lára Halla Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi, húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður, f. 25. október 1935, d. 9. júní 2022.
Börn þeirra:
1. Sigurður Pálsson húsasmiður, verslunarmaður, f. 24. ágúst 1960. Kona hans var Nanna Björk Filippusdóttir, látin.
2. Alda Pálsdóttir kennari, forstöðukona, f. 24. september 1961. Fyrrum maður hennar Helgi Örn Helgason.
3. Jóhannes Gunnar Pálsson dansari, fjársýslumaður, f. 26. nóvember 1963. Kona hans Hyeyoung Kim.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 23. júní 2022. Minning Láru Höllu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.