„Halla Gísladóttir (Hlíðarási)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Halla Gísladóttir. '''Guðbjörg ''Halla'' Gísladóttir''' frá Hlíðarási við Faxastíg 3, húsfreyja fæddist þar 5. ágúst 1922 og lést 13. febrúar 2005.<br> Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 11. ágúst 1876 í Skagafirði, d. 2. júlí 1956, og kona hans Halla Árnadóttir húsfeyja, f....) |
m (Verndaði „Halla Gísladóttir (Hlíðarási)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 27. mars 2023 kl. 17:14
Guðbjörg Halla Gísladóttir frá Hlíðarási við Faxastíg 3, húsfreyja fæddist þar 5. ágúst 1922 og lést 13. febrúar 2005.
Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 11. ágúst 1876 í Skagafirði, d. 2. júlí 1956, og kona hans Halla Árnadóttir húsfeyja, f. 19. júlí 1886 u. Eyjafjöllum, d. 13. mars 1962.
Halla var eina barn foreldra sinna, var með þeim í Hlíðarási við Faxastíg 3, í Arnarnesi við Brekastíg 36 1927 og 1949.
Hún vann skrifstofustörf í Eyjum, flutti til Reykjavíkur 1950, vann þar lengst við gangavörslu í Réttarholtsskóla.
Þau Baldur giftu sig 1950, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Hólmgarði 45.
Halla lést 2005 og Baldur 2012.
I. Maður Höllu, (31. desember 1950), var Jón Baldur Skarphéðinsson frá Hróastað í Öxarfjarðarhreppi í Öxarfirði, rafvirkjameistari, umsjónarmaður, f. 9. október 1915, d. 12. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Sigvaldason bóndi, f. 4. apríl 1876 í Hafrafellstungu í Skinnastaðarsókn í N. -Þing., d. 15. júlí 1970, og kona hans Gerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1882 í Skútustaðasókn í Mývatnssveit, d. 12. júní 1973.
Börn þeirra:
1. Halla Björg Baldursdóttir, f. 29. september 1953. Maður hennar Magnús Páll Albertsson.
2. Gísli Baldursson, f. 13. nóvember 1960. Kona hans Ragnheiður Sigurgeirsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. febrúar 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.