„Sigurgeir Albertsson (Sólheimum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurgeir Albertsson''' frá Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi, trésmiður fæddist 19. mars 1895 og lést 5. ágúst 1979.<br> Foreldrar hans voru Jóhann Albert Stefánsson bóndi, f. 20. september 1866, d. 1. september 1915, og kona hans Dagmey Sigurgeirsdóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1867, d. 26. september 1906. Bróðir Sigurgeirs var<br> 1. Jóhannes Albertsson lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899, d. 4. febrúar 1975...) |
m (Verndaði „Sigurgeir Albertsson (Sólheimum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2023 kl. 16:28
Sigurgeir Albertsson frá Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi, trésmiður fæddist 19. mars 1895 og lést 5. ágúst 1979.
Foreldrar hans voru Jóhann Albert Stefánsson bóndi, f. 20. september 1866, d. 1. september 1915, og kona hans Dagmey Sigurgeirsdóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1867, d. 26. september 1906.
Bróðir Sigurgeirs var
1. Jóhannes Albertsson lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899, d. 4. febrúar 1975.
Sigurgeir var trésmiður og mjög virkir bindindismaður. Hann var einn af stofnendum Brautarinnar, Bindindisfélags ökumanna og var foseti þess árum saman.
Hann eignaðist barnið Olgu, sem lést ung.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Sólheimum við Njarðarstíg 15 og á Karlsbergi við Heimagötu 20. Eftir flutning til Reykjavíkur 1927 bjuggu þau lengst við Seljaveg 27. Eftir lát Margrétar bjó Sigurgeir með syni sínum og Ásdísi við Háaleitisbraut 109.
Margrét lést 1968 og Sigurgeir 1979.
I. Kona Sigurgeirs var Margrét Sigmundsdóttir frá Hamraendum í Breiðuvík á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 23. júlí 1898, d. 13. nóvember 1968.
Barn þeirra:
1. Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari f. 9. janúar 1926 á Karlsbergi við Heimagötu 20, d. 15. janúar 2008 á Droplaugarstöðum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 25. janúar 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.