Margrét Sigmundsdóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Sigmundsdóttir frá Hamraendum í Breiðuvík á Snæfellsnesi, húsfreyja, fæddist 23. júlí 1898 á Saurum og lést 13. nóvember 1968.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson bóndi, f. 13. september 1872 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 1. nóvember 1955 í Reykjavík, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 25. október 1863, d. 18. febrúar 1956 í Reykjavík.

Börn Margrétar og Sigmundar í Eyjum.
1. Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1894, d. 1. júlí 1936.
2. Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 18. mars 1897, d. 18. maí 1982.
3. Margrét Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1898, d. 13. nóvember 1968.

Margrét var með foreldrum sínum, á Saurum við fæðingu, á Hamraendum 1910.
Hún var námsmey á Barónstíg 18 í Reykjavík 1920.
Þau Sigurgeir giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Sólheimum við Njarðarstíg 15 og Karlsbergi við Heimagötu 20, fluttu til Reykjavíkur 1927. Þau bjuggu þar lengst við Seljaveg 27.
Margrét lést 1968 og Sigurgeir 1979.

I. Maður Margrétar var Sigurgeir Albertsson frá Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi, V.-Hún., trésmiður, f. 19. mars 1895, d. 5. ágúst 1979.
Barn þeirra:
1. Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 9. janúar 1926 á Karlsbergi, d. 15. janúar 2008 á Droplaugarstöðum.
Fósturbarn þeirra, dóttir Kristínar systur Margrétar, og Jóhannesar J. Albertssonar bróður Sigurgeirs, var
2. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, 28. maí 1931, d. 14. apríl 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.