„Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Torunn Mogensen.jpg|thumb|200px|''Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen.]]
[[Mynd:Torunn Mogensen.jpg|thumb|100px|''Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen.]]
'''Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen''' frá [[Ásar|Ásum við Skólaveg 47]], húsfreyja, starfsmaður á veitingahúsi, eigandi söluturns, skrifstofumaður fæddist 27. október 1925 á Ásum og lést 26. mars 2007.<br>
'''Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen''' frá [[Ásar|Ásum við Skólaveg 47]], húsfreyja, starfsmaður á veitingahúsi, eigandi söluturns, skrifstofumaður fæddist 27. október 1925 á Ásum og lést 26. mars 2007.<br>
Foreldrar hennar voru [[Kristín Árnadóttir (Ásum)|Kristín Árnadóttir]] f. 6. júní 1901, d. 21. júlí 1974, og barnsfaðir hennar Jón Lúðvík Ágústsson í Reykjavík, f. 6. febrúar 1896, d. 12. október 1942.
Foreldrar hennar voru [[Kristín Árnadóttir (Ásum)|Kristín Árnadóttir]] f. 6. júní 1901, d. 21. júlí 1974, og barnsfaðir hennar Jón Lúðvík Ágústsson í Reykjavík, f. 6. febrúar 1896, d. 12. október 1942.

Núverandi breyting frá og með 25. janúar 2023 kl. 20:57

Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen.

Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen frá Ásum við Skólaveg 47, húsfreyja, starfsmaður á veitingahúsi, eigandi söluturns, skrifstofumaður fæddist 27. október 1925 á Ásum og lést 26. mars 2007.
Foreldrar hennar voru Kristín Árnadóttir f. 6. júní 1901, d. 21. júlí 1974, og barnsfaðir hennar Jón Lúðvík Ágústsson í Reykjavík, f. 6. febrúar 1896, d. 12. október 1942.

Þórunn var með móður sinni og síðar henni og fósturföður sínum Brynjólfi Gíslasyni frá Haugi í Gnúpverjahreppi.
Hún lauk prófum í Verslunarskóla Íslands.
Þórunn vann í Tryggvaskála á Selfossi, en hann var þá eign foreldra hennar. Þau Helgi Mogensen keyptu Söluturninn við Birkimel í Reykjavík og ráku hann árum saman. Síðustu starfsár sín vann hún hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur.
Þau Einar giftu sig, en skildu.
Þau Helgi giftu sig, eignuðust fjögur börn.
Helgi lést 1973 og Þórunn 2007.

I. Maður Þórunnar, skildu, var Einar Jónsson vélaverkfræðingur í Kaliforníu, f. 23. desember 1924, d. 20. febrúar 1972.

II. Maður Þórunnar var Helgi Mogensen mjólkurfræðingur, verkstjóri, f. 13. febrúar 1918, d. 26. desember 1973. Foreldrar hans voru Peter Lassen Mogensen, f. 4. ágúst 1872 í Danmörku, d. 4. apríl 1947 og Ingeborg Hermania Mogensen, f. 7. september 1885 í Danmörku, d. 21. október 1943.
Börn þeirra:
1. Brynjólfur Árni Mogensen læknir, f. 4. október 1947 í Tryggvaskála á Selfossi. Kona hans Anna Skúladóttir.
2. Mogens Rúnar Mogensen lögfræðingur, f. 9. júní 1950. Kona hans Diljá Gunnarsdóttir.
3. Kristín Ingeborg Mogensen kennari, f. 3. febrúar 1952. Maður hennar Sigvaldi Þorsteinsson.
4. Helga Mogensen aðstoðarframkvæmdastjóri, f. 12. apríl 1954. Barnsfaðir hennar Jakob Fenger.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.