Kristín Árnadóttir (Ásum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Árnadóttir frá Múla í Landsveit, húsfreyja, hótelstýra fæddist 6. júní 1901 í Látalæti (Múla) þar og lést 25. júlí 1974.
Foreldrar hennar vor Árni Árnason bóndi, f. 9. ágúst 1864 í Fellsmúla þar, d. 29. apríl 1912 og fyrri kona hans Þórunn Magnúsdóttir frá Ketilsstöðum í Holtum, húsfreyja, f. 6. ágúst 1864, d. 6. desember 1901.

Kristín missti móður sína nýfædd. Hún var með föður sínum í Látalæti 1910 og hann lést 1912.
Hún var á Ásum við Skólaveg 47 1925, síðar veitingakona og hótelstýra á Hótel Tryggvaskála á Selfossi.
Hún eignaðist barn með Jóni 1925 í Eyjum.
Þau Brynjólfur giftu sig, eignuðust þrjú börn, og Brynjólfur átti eitt barn áður.

I. Barnsfaðir Kristínar var Jón Lúðvík Ágústsson frá Saurbæ í Eyjafirði, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 6. febrúar 1896, d. 12. október 1942.
Barn þeirra:
1. Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen, f. 23. október 1925 í Ásum. Maður hennar Helgi Mogensen.

II. Maður Kristínar var Brynjólfur Gíslason frá Haugi í Gnúpverjahreppi, Árn., sjómaður, hótel- og veitingahússeigandi, f. 19. mars 1903, d. 21. júní 1983. Foreldrar hans voru Gísli Brynjólfsson bóndi og rennismiður í Austurmeðalholti, á Rútsstöðum og Haugi í Gnúpverjahreppi, f. 16. mars 1871, d. 21. ágúst 1961, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1878, d. 12. febrúar 1963.
Börn þeirra:
2. Guðrún Hulda Brynjólfsdóttir, f. 25. september 1931, d. 1. mars 2015. Maður hennar Árni Sigursteinsson.
3. Árni Brynjólfsson, f. 25. júní 1934, d. 15. maí 2004. Barnsmóðir hans Elísabet Guðnadóttir. Fyrrum kona hans Áslaug Gísladóttir. Sambúðarkona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir.
4. Bryndís Brynjólfsdóttir, f. 4. desember 1945. Maður hennar Hafsteinn Már Matthíasson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. apríl 2007. Minning Þórunnar Málfríðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.