„Sigrún Jónsdóttir (Hörgsholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jónína ''Sigrún'' Skúladóttir Jónsdóttir''' frá Austurey í Laugardal, Grímsnesi, húsfreyja fæddist þar 13. júní 1911 og lést 8. desember 1994 að heimili sínu í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Skúli Skúlason frá Berghyl í Hrunamannahreppi, bóndi, síðar húsasmíðameistari í Keflavík, f. 1. ágúst 1878, d. 23. maí 1955, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi, húsfreyja, f. 12. júlí 1881, d. 25. mars 19...) |
m (Verndaði „Sigrún Jónsdóttir (Hörgsholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 21. desember 2022 kl. 13:54
Jónína Sigrún Skúladóttir Jónsdóttir frá Austurey í Laugardal, Grímsnesi, húsfreyja fæddist þar 13. júní 1911 og lést 8. desember 1994 að heimili sínu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Skúli Skúlason frá Berghyl í Hrunamannahreppi, bóndi, síðar húsasmíðameistari í Keflavík, f. 1. ágúst 1878, d. 23. maí 1955, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi, húsfreyja, f. 12. júlí 1881, d. 25. mars 1948.
Sigrún var með foreldrum sínum, en móðir hennar missti heilsuna. Þá fór Sigrún í fóstur að Heiðarbæ í Þingvallasveit og varð síðar kjördóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar bónda, síðar á Brúsastöðum, og veitingamanns á Þingvöllum, móðurbróður síns, og konu hans Sigríðar Guðnadóttur húsfreyju.
Eftir lát Sigríðar kjörmóður sinnar kom það í hlut Sigrúnar að veita heimilinu forstöðu. Hún var aðeins 24 ára gömul, þegar það kom í hennar hlut að hafa forystu um búreksturinn á Brúsastöðum og fyrir veitingarekstrinum í Valhöll uns reksturinn var seldur.
Þau Gísli Þór giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hörgsholti við Skólaveg 10 1953, fluttu til Reykjavíkur 1963.
Jónína lést 1994 og Gísli Þór 2009.
I. Maður Sigrúnar, (18. maí 1946), var Gísli Þór Sigurðson rafvirki, f. 3. mars 1922 í Eyjum, d. 26. október 2009.
Börn þeirra:
1. Sigurður Gíslason arkitekt, f. 6. apríl 1946 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Einarsdóttir tækniteiknari.
2. Sigurbjörg Gísladóttir efnafræðingur, f. 4. nóvember 1948 á Selfossi. Maður hennar Hreinn Hjartarson veðurfræðingur.
3. Jón Gíslason næringarfræðingur, f. 31. janúar 1953 í Eyjum. Fyrrum kona hans Bergljót Bergsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Ástfríður Sigurðardóttir. Kona hans Margrét Sigurðardóttir matvælafræðingur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 16. desember 1994. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.