„Sæmundur Vilhjálmsson (Burstafelli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sæmundur Vilhjálmsson''' frá Burstafelli, rafvirkjameistari, rafmagnseftirlitsmaður fæddist 7. desember 1948. <br> Foreldrar hans voru Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli, verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 19. febrúar 1921, d. 19. febrúar 1993, og kona hans María Gísladóttir húsfreyja, f. 6. mars 1923 í Neskaupstað, d. 11. janúar 2016. Sæmundur var með foreldrum sínum.<...) |
m (Verndaði „Sæmundur Vilhjálmsson (Burstafelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 7. desember 2022 kl. 10:02
Sæmundur Vilhjálmsson frá Burstafelli, rafvirkjameistari, rafmagnseftirlitsmaður fæddist 7. desember 1948.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli, verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 19. febrúar 1921, d. 19. febrúar 1993, og kona hans María Gísladóttir húsfreyja, f. 6. mars 1923 í Neskaupstað, d. 11. janúar 2016.
Sæmundur var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum. Meistari var Birgir Antonsson. Hann lauk sveinsprófi 1970, fékk meistararéttindi.
Sæmundur var rafvirki, yfirverkstjóri hjá Rafveitunni, rafmagnseftirlitsmaður hjá Hitaveitu Suðurnesja 1988-1990, yfireftirlitsmaður hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins frá 1990-1994. Það varð að Löggildingarstofu og hann vann þar til 1998. Hann var umsjónarmaður fasteigna hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1998-2008, þá vann hann í innra öryggi hjá HS Veitum til sjötugs.
Hann var formaður Félags rafiðnaðarmanna í Eyjum um skeið.
Þau Elín giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Faxastíg 37 við Gosið, frá 1978 á Hólagötu 30, skildu 1986.
Þau Fríða Jóna giftu sig 1992, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Foldahraun 38 hluta af árinu 1988, fluttu til Innri-Njarðvíkur á því ári. Þau búa við Tjarnargötu 6 í Reykjanesbæ.
I. Kona Sæmundar, (skildu 1986), var Elín Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, bókari, f. 25. september 1951, d. 25. mars 2007.
Börn þeirra:
1. Bjarni Sæmundsson vélvirki hjá Marel, f. 9. mars 1977. Fyrrum sambúðarkona Zanný Vöggsdóttir. Kona hans Guðlaug Sunna Gunnarsdóttir.
2. Styrmir Sæmundsson bóndi í Fremri-Gufudal í Barð., f. 1. febrúar 1983. Kona hans Jóhanna Ösp Einarsdóttir.
II. Kona Sæmundar, (22. maí 1992), er Fríða Jóna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1966.
Börn þeirra:
3. Ágúst Sæmundsson, lærir félagsráðgjöf, vinnur á leikskóla, f. 21. maí 1989, ókvæntur.
4. Árni Sæmundsson vélvirki, f. 8. desember 1992, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. apríl 2007. Minning Elínar.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
- Sæmundur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.