„Sólveig Kristinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sólveig Kristinsdóttir. '''Sólveig Kristinsdóttir''' frá Drangey við Kirkjuveg 84, húsfreyja fæddist þar 2. janúar 1934 og lést 21. desember 2018 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hennar voru Andrés ''Kristinn'' Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, útgerðarmaður, f. 28. janúar 1886, d. 1. ágúst 1967, og Helga Jónsdóttir (Drangey)|Helga Jóns...)
 
m (Verndaði „Sólveig Kristinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 26. nóvember 2022 kl. 17:33

Sólveig Kristinsdóttir.

Sólveig Kristinsdóttir frá Drangey við Kirkjuveg 84, húsfreyja fæddist þar 2. janúar 1934 og lést 21. desember 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Andrés Kristinn Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, útgerðarmaður, f. 28. janúar 1886, d. 1. ágúst 1967, og Helga Jónsdóttir frá Njarðvík í Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1. janúar 1896, d. 10. desember 1989.

Börn Helgu og Kristins:
1. Áróra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1918 á Bakkafirði, síðast á Frakkastíg 19 í Reykjavík, d. 3. apríl 1958.
2. Mínerva Kristinsdóttir, f. 8. september 1919 á Bakkafirði, d. 18. apríl 2003.
3. Iðunn Kristinsdóttir, f. 7. nóvember 1920 í Eyjum, d. 19. nóvember 1991.
4. Jón Kristinsson (Ofanleiti)|Jón Kristinsson]], f. 5. febrúar 1925 í Eyjum, d. 24. ágúst 2013.
5. Halldór Kristinsson, f. 24. nóvember 1930 í Eyjum, d. 31. júlí 2013.
6. Sólveig Kristinsdóttir, f. 2. janúar 1934 í Eyjum, d. 21. desember 2018.

Sólveig var með foreldrum sínum, í Drangey og Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1939.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Sólveig vann ýmis störf, en lengst hjá afgreiðslu Morgunblaðsins.
Þau Einar giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Darmstadt í Þýskalandi, en þar var Einar við nám í verkfræði. Þar bjuggu þau til ársins 1961, er þau fluttu heim að loknu námi Einars. Sólveig og Einar byggðu sér hús við Hrauntungu í Kópavogi og fluttu þangað haustið 1965. Þau bjuggu þar alla tíð síðan nema árin 1985 til 1987, er þau bjuggu í Essen í Þýskalandi þar sem Einar starfaði um tíma.

I. Maður Sólveigar, (10. ágúst 1957), var Einar Guðmundsson vélaverkfræðingur, starfsmaður Álversins í Straumsvík, f. 30. september 1933 á Siglufirði, d. 16. mars 2007. Foreldrar hans voru Guðmundur Konráð Einarsson vélstjóri, f. 15. júní 1909 á Siglufirði, d. 20. janúar 2002, og kona hans Guðbjörg Magnea Franklínsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1912 á Litla-Fjarðarhorni í Strandas., d. 20. október 2005.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Konráð Einarsson skrifstofumaður í Álverinu í Straumsvík, f. 7. febrúar 1959 í Þýskalandi, ókvæntur.
2. Helga Einarsdóttir mannfræðingur, vinnur hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur, f. 23. janúar 1963 í Reykjavík, ógift.
3. Kristín Andrea Einarsdóttir viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri hjá Cyren, f. 17. janúar 1966 í Reykjavík. Maður hennar Jóhann Ingibergsson.
4. Berghildur Ýr Einarsdóttir með BA-próf í þýsku, skrifstofumaður í Álverinu í Straumsvík, f. 13. júlí 1970 í Reykjavík. Maður hennar Haukur Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. janúar 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.