„Kristján Linnet (yngri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristján Henriksson Linnet''' lyfjafræðingur fæddist 12. maí 1946.<br> Foreldrar hans voru Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014, og kona hans Svana Vernharðsdóttir Linnet húsfreyja, f. 12. mars 1916, d. 29. janúar 2011. Kristján var með foreldrum sínum.<br> Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1962, lauk stúdentsprófi 1966, varð lyfjafræðing...) |
m (Verndaði „Kristján Linnet (yngri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. nóvember 2022 kl. 17:47
Kristján Henriksson Linnet lyfjafræðingur fæddist 12. maí 1946.
Foreldrar hans voru Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014, og kona hans Svana Vernharðsdóttir Linnet húsfreyja, f. 12. mars 1916, d. 29. janúar 2011.
Kristján var með foreldrum sínum.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1962, lauk stúdentsprófi 1966, varð lyfjafræðingur 1974.
Kristján vann um skeið hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands við rannsóknir. Þá varð hann lyfjafræðingur í sjúkrahúsapóteki Borgarspítalans, fylgdi honum við sameiningu hans og Landakotsspítalans og síðan við sameiningu við Landspítalann. Þar vann hann til 2005. Þá varð hann lyfjafræðingur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006 til starfsloka 70 ára, en hefur unnið við rannsóknir þar síðan.
Þau Jónína giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn og Kristján varð fósturfaðir barns hennar. Þau búa í Hafnarfirði.
I. Kona Kristjáns, (28. mars 1970), er Jónína Guðnadóttir myndlistakona, f. 16. september 1943 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðni Dagur Kristjánsson bakarameistari, f. 20. ágúst 1918 á Kroppsstöðum, N.-Ís., d. 12. nóvember 1972, og kona hans Stefanía Sigurðardóttir frá Skuld, húsfreyja, verslunarmaður, aðstoðarmaður tannlæknis f. 2. júní 1921, d. 18. júlí 2004.
Börn þeirra:
1. Svana Huld Linnet viðskiptafræðingur, forstöðumaður hjá Arionbanka, f. 25. september 1970. Maður hennar Finnbogi Gylfason.
2. Áshildur Linnet landfræðingur, mannréttindafræðingur, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu, f. 1. febrúar 1975. Maður hennar Hilmar Egill Sveinbjörnsson.
3. Úlfar Linnet verkfræðingur, f. 11. mars 1980. Kona hans Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir.
Barn Jónínu og fósturbarn Kristjáns er
4. Helga Kristín Haraldsdóttir íslenskufræðingur, vinnur hjá Aton.JL, f. 24. mars 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kristján.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.