„Vilhjálmur Hallgrímsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Vilhjálmur Hallgrímsson''' húsasmíðameistari fæddist 3. apríl 1917 á Hólum í Laxárdal, S.-Þing. og lést 2. september 1980.<br> Foreldrar hans voru Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson, f. 30. maí 1887, d. 22. ágúst 1978, og Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1884, síðast í Árhólum, d. 30. desember 1968. Vilhjálmur var með foreldrum sínum, á Hólum í Einarsstaðasókn, S.-Þing. 1930. <br> Hann lærði húsasmíði, fékk meistarar...) |
m (Verndaði „Vilhjálmur Hallgrímsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 15. nóvember 2022 kl. 14:46
Vilhjálmur Hallgrímsson húsasmíðameistari fæddist 3. apríl 1917 á Hólum í Laxárdal, S.-Þing. og lést 2. september 1980.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson, f. 30. maí 1887, d. 22. ágúst 1978, og Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1884, síðast í Árhólum, d. 30. desember 1968.
Vilhjálmur var með foreldrum sínum, á Hólum í Einarsstaðasókn, S.-Þing. 1930.
Hann lærði húsasmíði, fékk meistararéttindi í greininni og vann við iðnina.
Þau Heiðbjört giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 7 1943-1945.
Þau bjuggu síðar á Bárustíg 5 á Sauðárkróki.
I. Kona Vilhjálms var Heiðbjört Óskarsdóttir frá Klömbrum í Aðaldal í S.-Þing., húsfreyja, f. 4. febrúar 1919, d. 5. ágúst 1992.
Börn þeirra:
1. Hildur Hulda Vilhjálmsdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 20. desember 1943 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar Þórarinn Blómkvist Jónsson.
2. Viðar Vilhjálmsson húsasmiður, f. 20. desember 1949 á Sauðárkróki, d. 20. janúar 2000. Kona hans Sigríður Kristjánsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 25. febrúar 2022. Minning Huldu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.