Hulda Vilhjálmsdóttir (Hásteinsvegi 7)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hildur Hulda Vilhjálmsdóttir.

Hildur Hulda Vilhjálmsdóttir húsfreyja, talsímakona fæddist 20. desember 1943 á Hásteinsvegi 7 og lést 11. febrúar 2022.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Hallgrímsson húsasmíðameistari, f. 3. apríl 1917, d. 2. september 1980, og kona hans Heiðbjört Óskarsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1919, d. 5. ágúst 1992.

Börn Heiðbjartar og Vilhjálms:
1. Hildur Hulda Vilhjálmsdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 20. desember 1943 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar Þórarinn Blómkvist Jónsson.
2. Viðar Vilhjálmsson húsasmiður, f. 20. desember 1949, d. 20. janúar 2000. Kona hans Sigríður Kristjánsdóttir.

Hulda var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Sauðárkróks.
Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, var í húsmæðraskóla í Danmörku.
Hulda vann hjá Landsímanum, en var húsmóðir frá 1966.
Þau Þórarinn giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Akureyri.
Hulda lést 2022.

I. Maður Huldu, (13. nóvember 1965), er Þórarinn Blómkvist Jónsson umboðsmaður á Akureyri, f. 13. nóvember 1944. Foreldrar hans voru Jón Þórarinsson frá Keflavík, sjómaður, skrifstofumaður, f. 16. mars 1915, d. 30. ágúst 1983, og kona hans og Eydís Einarsdóttir frá Merki í Staðarhverfi í Grindavík, f. 27. júní 1911, d. 23. september 2003.
Börn þeirra:
1. Heiðbjört Elva Þórarinsdóttir, f. 7. desember 1964. Maður hennar Stefán Þór Ingvarsson.
2. Þórhildur Elva Þórarinsdóttir, f. 19. desember 1973.
3. Eydís Elva Þórarinsdóttir, f. 30. mars 1976.. Maður hennar Helgi Jóhannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.