„Kristján Egilsson (Hvanneyri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristján Egilsson''' frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, pípulagningamaður, forstöðumaður fæddist 5. júlí 1939.<br> Foreldrar hans voru Egill Árnason velstjóri, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976, og kona hans Guðrún ''Magnúsína'' Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994. Börn Magnúsínu og Egil...)
 
m (Verndaði „Kristján Egilsson (Hvanneyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. október 2022 kl. 16:17

Kristján Egilsson frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, pípulagningamaður, forstöðumaður fæddist 5. júlí 1939.
Foreldrar hans voru Egill Árnason velstjóri, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976, og kona hans Guðrún Magnúsína Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.

Börn Magnúsínu og Egils:
1. Kristján Egilsson forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafnsins í Eyjum, f. 5. júlí 1939 á Hvanneyri.
2. Egill Egilsson húsasmíðameistari í Eyjum, f. 23. nóvember 1947 á Heiðarvegi 42.
3. Kristinn Árni Egilsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 29. júní 1950 á Heiðarvegi 42.
4. Heiðar Egilsson járnsmiður í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.
5. Hrönn Egilsdóttir leikskólastjóri í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.

Kristján var með foreldrum sínum, á Hvanneyri, Heiðarvegi 42 og á Hólagötu 19
Hann lauk skólaskyldunni, lærði pípulagnir í Iðnskólanum 1973-1976 og hjá Svavari Steingrímssyni, varð sveinn 1976, öðlaðist meistararéttindi.
Kristján vann við fiskiðnað, fór í siglingar á norskum flutningaskipum 17 ára og sigldi í 3 ár. Þá vann hann hjá afgreiðslu Herjólfs, varð þar stjórnandi í 2-3 ár, þá vann hann hjá Gísla Gíslasyni til Goss 1973. Á Gosárinu 1973 vann hann í Álverinu í Straumsvík.
Að loknu náminu í pípulögnum vann hann hjá Svavari Steingrímssyni í Nippli, vann við pípulagnir í Noregi 1977, síðan hjá Grétari Þórarinssyni í nokkur ár.
Kristján hóf forstöðustörf í Fiska- og náttúrugripasafninu 1986, vann þar til 2009.
Síðustu ár hefur hann fengist við hamskurð (uppstoppun) á fuglum og hefur aðstöðu til þess í ,,Hvíta húsinu“ við Strandveg.
Þau Ágústa Þyri giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hólagötu 19, síðar á Bröttugötu 15.

I. Kona Kristjáns, (28. nóvember 1964), er Ágústa Þyri Friðriksdóttir húsfreyja, íþróttakennari, ritari, f. 27. október 1944.
Börn þeirra:
1. Þröstur Egill Kristjánsson lögreglumaður, yfirmaður sérsveitar lögreglunnar, f. 9. júlí 1965. Kona hans er Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður.
2. Logi Jes Kristjánsson lögreglumaður, kennari við Lögregluskólann, grafískur hönnuður, f. 21. apríl 1972. Kona hans Katrín Halldórsdóttir sálfræðingur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.