„Sigurberg Bogason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigurberg Bogason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:
Hann lærði húsasmíði í Eyjum.<br>
Hann lærði húsasmíði í Eyjum.<br>
Ungur starfaði hann  með föður sínum, síðar við iðn sína í Eyjum.<br>
Ungur starfaði hann  með föður sínum, síðar við iðn sína í Eyjum.<br>
Þau Kristín  giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn, bjuggu í Alheimi í Flatey. <br>
Þau Kristín  giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn, bjuggu lengst í Alheimi í Flatey. <br>
Þau stunduðu hefðbundinn búskap, en fluttu til Eyja 1957, bjuggu lengst í [[Viðey|Viðey við Vestmannabraut 30]], en voru nýflutt að [[Vesturvegur|Vesturvegi 25b]], þegar Gosið hófst 1973.<br>
Þau stunduðu hefðbundinn búskap, en fluttu til Eyja 1957, bjuggu lengst í [[Viðey|Viðey við Vestmannabraut 30]]. Þau byggðu húsið við [[Vesturvegur|Vesturveg 25b]] að mestu og fluttu í það á Þorláksmessu 1972, en  Gosið hófst mánuði seinna 1973. <br>
Sigurbergur hafði mikinn áhuga á skák og var virkur í skákfélaginu í Eyjum og var mikill vísna- og kvæðaáhugamaður.<br>
Sigurbergur hafði mikinn áhuga á skák og var virkur í skákfélaginu í Eyjum og var mikill vísna- og kvæðaáhugamaður.<br>
Við Gosið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur, bjuggu við Kleppsveg.<br>
Við Gosið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur, bjuggu við Kleppsveg.<br>

Útgáfa síðunnar 24. október 2022 kl. 18:46

Sigurberg Bogason.

Sigurberg Bogason úr Flatey á Breiðafirði, húsasmiður fæddist þar 18. desember 1918 og lést 7. júlí 2010.
Foreldrar hans voru Bogi Guðmundsson frá Miðhúsum í Gufudalshreppi, Barð., kaupmaður og smiður í Flatey, f.21. janúar 1877, d. 20. maí 1965, og kona hans Sigurborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1881 í Flatey, d. 24. september 1952.

Sigurberg var með foreldrum sínum í Flatey.
Hann lærði húsasmíði í Eyjum.
Ungur starfaði hann með föður sínum, síðar við iðn sína í Eyjum.
Þau Kristín giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn, bjuggu lengst í Alheimi í Flatey.
Þau stunduðu hefðbundinn búskap, en fluttu til Eyja 1957, bjuggu lengst í Viðey við Vestmannabraut 30. Þau byggðu húsið við Vesturveg 25b að mestu og fluttu í það á Þorláksmessu 1972, en Gosið hófst mánuði seinna 1973.
Sigurbergur hafði mikinn áhuga á skák og var virkur í skákfélaginu í Eyjum og var mikill vísna- og kvæðaáhugamaður.
Við Gosið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur, bjuggu við Kleppsveg.
Sigurberg lést 2010 og Kristín 2019.

I. Kona Sigurbergs, (16. desember 1944), var Kristín Guðjónsdóttir frá Búðareyri við Reyðarfjörð, húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður Hrafnistu í Reykjavík, f. 28. júlí 1918, d. 19. september 2019.
Börn þeirra:
1. Erla Sigurbergsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 17. desember 1945 í Reykjavík. Maður hennar Haukur Már Haraldsson.
2. Margrét Sigurborg Sigurbergsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1947 í Flatey. Fyrrum maður hennar Þráinn Alfreðsson. Maður hennar Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson.
3. Guðjón Sigurbergsson iðnrekstrarfræðingur, rennismiður, véliðnfræðing, f. 23. mars 1949 í Flatey. Kona hans Dagmar Svala Runólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.