„Sæmundur Kjartansson (læknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sæmundur Kjartansson. '''Sæmundur Kjartansson''' frá Hrauni við Landagötu 4, læknir fæddist 27. september 1929 og lést 21. september 2014.<br> Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson frá Hrauni, útgerðarmaður, f. þar 23. maí 1905, d. 19. september 1984, og kona hans Ingunn Sæmundsdóttir frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 30...)
 
m (Verndaði „Sæmundur Kjartansson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. október 2022 kl. 16:29

Sæmundur Kjartansson.

Sæmundur Kjartansson frá Hrauni við Landagötu 4, læknir fæddist 27. september 1929 og lést 21. september 2014.
Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson frá Hrauni, útgerðarmaður, f. þar 23. maí 1905, d. 19. september 1984, og kona hans Ingunn Sæmundsdóttir frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 30. júní 1902, d. 22. ágúst 1982.

Börn Ingunnar og Kjartans:
1. Sæmundur Kjartansson læknir, f. 27. september 1929 í Eystri-Garðsauka, d. 21. september 2014. Fyrrum kona hans Málfríður Anna Guðmundsdóttir kennari. Fyrrum kona hans Bergljót María Halldórsdóttir lífeindafræðingur.
2. Ólafur Kjartansson, f. 12. mars 1940, d. 10. nóvember 1945.
3. Steinn Grétar Kjartansson býr í Reykjavík, sjómaður, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, f. 7. ágúst 1944 í Eyjum. Kona hans Hrafnhildur Óskarsdóttir.
Sæmundur varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1948, lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1956, lauk MSc-prófi í húðsjúkdómafræði í University of Minnesota í Bandaríkjunum 1966 og bandaríska sérfræðiprófinu í húð- og kynsjúkdómalækningum 1966.
Sæmundur starfaði víða á Íslandi á kandídatsári sínu. Hann fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 1957, sérfræðileyfi á Íslandi 1966.
Sæmundur starfaði í sérgrein sinni í Reykjavík. Einnig starfaði hann um tíma við húðsjúkdómadeild Landspítalans.
Hann var kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1966-1973 og var dósent í húð- og kynsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla Íslands 1975-1980.
Þau Málfríður Anna giftu sig, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Þau Bergljót giftu sig 1970, en skildu.
Sæmundur lést 2014.

I. Kona Sæmundar, (8. október 1952), var Málfríður Anna Guðmundsdóttir cand. phil., kennari, f. 30. nóvember 1929 í Sveinungavík við Þistirfjörð, d. 1. apríl 2015. Foreldrar hennar voru Guðmundur Eiríksson bóndi í Sveinungavík, kennari og skólastjóri á Raufarhöfn, f. 11. maí 1898, d. 24. júní 1980, og kona hans Sigurbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1906, d. 24. maí 1992.
Börn þeirra:
1. Ingunn Sæmundsdóttir verkfræðingur, lektor, f. 19. mars 1953 í Eyjum. Maður hennar Elías Gunnarsson verkfræðingur.
2. Guðmundur Sæmundsson verslunarmaður, f. 11. september 1956 í Reykjavík, d. 18. nóvember 2009.
3. Sigurbjörg Sæmundsdóttir verkfræðingur, deildarstjóri, f. 25. mars 1961 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Hafsteinn Helgason verkfræðingur.
4. Guðrún Sæmundsdóttir lyfjafræðingur, f. 12. júní 1967. Maður hennar Eiríkur Sigurðsson skipstjóri.

II. Kona Sæmundar, (19. september 1970), er Bergljót María Halldórsdóttir lífeindafræðingur, f. 22. apríl 1936. Foreldrar hennar voru Halldór Halldórsson bankaútibússtjóri, norskur konsúll á Ísafirði, f. 27. nóvember 1900, d. 9. desember 1949, og kona hans Liv Ingibjörg Otharsdóttir Ellingsen húsfreyja, f. 5. janúar 1910, d. 17. mars 1967.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 8. október 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.