Ingunn Sæmundsdóttir (Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingunn Sæmundsdóttir frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, húsfreyja á Hrauni við Landagötu 4 fæddist 30. maí 1902 og lést 22. ágúst 1982.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Oddsson bóndi, sýslunefndarmaður, f. 12. desember 1875, d. 15. nóvember 1941, og kona hans Steinunn Bjarnadóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 6. ágúst 1870, d. 22. nóvember 1942.

Ingunn var með foreldrum sínum.
Þau Kjartan giftu sig 1929, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á sjötta ári sínu. Þau bjuggu á Hrauni.
Ingunn lést 1982 og Kjartan 1984.

I. Maður Ingunnar, (31. október 1929), var Kjartan Ólafsson útgerðarmaður, f. 23. maí 1905 á Hrauni, d. 19. september 1984.
Börn þeirra:
1. Sæmundur Kjartansson læknir, f. 27. september 1929 í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, d. 21. september 2014. Fyrrum kona hans Málfríður Anna Guðmundsdóttir kennari. Fyrrum kona hans Bergljót María Halldórsdóttir lífeindafræðingur.
2. Ólafur Kjartansson, f. 12. mars 1940, d. 10. nóvember 1945.
3. Steinn Grétar Kjartansson býr í Reykjavík, sjómaður, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, f. 7. ágúst 1944 í Eyjum. Kona hans Hrafnhildur Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.