„Sigurjón Þorvaldur Árnason“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(Lagfærði tengil sr. Oddgeirs.) |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Sigurjón Þorvaldur Árnason''' var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki, sonur Árna prófasts að Görðum á Álftanesi og konu hans Líneyjar Sigurjónsdóttur óðalsbónda Jóhannessonar á Laxamýri. | '''Sigurjón Þorvaldur Árnason''' var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki, sonur Árna prófasts að Görðum á Álftanesi og konu hans Líneyjar Sigurjónsdóttur óðalsbónda Jóhannessonar á Laxamýri. | ||
Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917. Cand. theol. frá Háskóla Íslands 1921. Var við framhaldsnám í trúarheimspeki í Kaupmannahöfn veturinn 1921 til 1922. Fékk veitingu fyrir [[Landakirkja|Vestmannaeyjaprestakalli]] árið 1924 eftir fráfall sóknarprestsins þar séra [[Oddgeir Þórðarson | Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917. Cand. theol. frá Háskóla Íslands 1921. Var við framhaldsnám í trúarheimspeki í Kaupmannahöfn veturinn 1921 til 1922. Fékk veitingu fyrir [[Landakirkja|Vestmannaeyjaprestakalli]] árið 1924 eftir fráfall sóknarprestsins þar séra [[Oddgeir Þórðarson Guðmundsen|Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen]] og Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1944. Séra Sigurjón var lengi formaður barnaverndarnefndar Vestmannaeyja og starfaði mikið að málefnum [[K.F.U.M. & K. húsið|K.F.U.M. og K.]] í Vestmannaeyjum. Kona hans var [[Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins]], prests að Staðarbakka, og áttu þau sjö börn. Þau bjuggu að [[Ofanleiti]]. | ||
Sigurjón efldi kristna hugsun á meðal Eyjaskeggja og var í hvívetna áhrifaríkur aðili þar sem hann lagði hönd á plóginn. | Sigurjón efldi kristna hugsun á meðal Eyjaskeggja og var í hvívetna áhrifaríkur aðili þar sem hann lagði hönd á plóginn. |
Útgáfa síðunnar 14. apríl 2007 kl. 14:29
Sigurjón Þorvaldur Árnason var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki, sonur Árna prófasts að Görðum á Álftanesi og konu hans Líneyjar Sigurjónsdóttur óðalsbónda Jóhannessonar á Laxamýri.
Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917. Cand. theol. frá Háskóla Íslands 1921. Var við framhaldsnám í trúarheimspeki í Kaupmannahöfn veturinn 1921 til 1922. Fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli árið 1924 eftir fráfall sóknarprestsins þar séra Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen og Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1944. Séra Sigurjón var lengi formaður barnaverndarnefndar Vestmannaeyja og starfaði mikið að málefnum K.F.U.M. og K. í Vestmannaeyjum. Kona hans var Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins, prests að Staðarbakka, og áttu þau sjö börn. Þau bjuggu að Ofanleiti.
Sigurjón efldi kristna hugsun á meðal Eyjaskeggja og var í hvívetna áhrifaríkur aðili þar sem hann lagði hönd á plóginn.
Séra Sigurjón sat í skólanefnd flest eða öll árin sem hann var sóknarprestur í Eyjum. Auk þess gerðist hann forgöngumaður kristilegs félagsskapar í bænum til eflingar kirkju og kristindómi.
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
- Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, ársrit Vestmannaeyja. Maí 1974.