„Guðrún Pétursdóttir (Geirlandi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Pétursdóttir''' húsfreyja á Geirlandi við Vestmannabraut 8 fæddist 15. október 1883 á Mýrum í Skriðdal, S.-Múl. og lést 18. mars 1923.<br> Foreldrar hennar voru Pétur Arnbjörn Guðmundsson bóndi, gullsmiður, f. 9. júlí 1829, d. 4. febrúar 1894, og kona hans Ragnheiður Björnsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1848, d. fyrir manntal 1890. Guðrún var með ekklinum föður sínum á Mýri í Hallormsstaðasókn, S.-Múl. 1890, flutti...) |
m (Verndaði „Guðrún Pétursdóttir (Geirlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 28. júlí 2022 kl. 15:15
Guðrún Pétursdóttir húsfreyja á Geirlandi við Vestmannabraut 8 fæddist 15. október 1883 á Mýrum í Skriðdal, S.-Múl. og lést 18. mars 1923.
Foreldrar hennar voru Pétur Arnbjörn Guðmundsson bóndi, gullsmiður, f. 9. júlí 1829, d. 4. febrúar 1894, og kona hans Ragnheiður Björnsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1848, d. fyrir manntal 1890.
Guðrún var með ekklinum föður sínum á Mýri í Hallormsstaðasókn, S.-Múl. 1890, flutti til Eyja frá Víðivöllum í Valþjófsstaðasókn 1908.
Þau Geir giftu sig 1910, eignuðust tvö börn. Þau byggðu Geirland og bjuggu þar.
Guðrún lést 1923 og Geir 1952.
I. Maður Guðrúnar, (1908), var Geir Guðmundsson sjómaður, útgerðarmaður, síðar hafnarvörður, f. 22. júní 1873 að Seli í A.-Landeyjum, d. 14. mars 1952.
Börn þeirra:
1. Ásta Geirsdóttir húsfreyja, síðast í Njarðvík, f. 4. febrúar 1912, d. 16. desember 1999.
2. Hrefna Geirsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 7. desember 1913, d. 13. september 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.