Hrefna Geirsdóttir (Geirlandi)
Hrefna Geirsdóttir frá Geirlandi við Vestmannabraut 8, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 7. desember 1913 og lést 13. september 1995.
Foreldrar hennar voru Geir Guðmundsson sjómaður, útgerðarmaður, hafnarvörður, f. 22. júní 1873 að Seli í A.-Landeyjum, d. 14. mars 1952, og kona hans Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 15. október 1883 á Mýrum í Skriðdal, S.-Múl., d. 18. mars 1923.
Börn Guðrúnar og Geirs:
1. Ásta Geirsdóttir húsfreyja, síðast í Njarðvík, f. 4. febrúar 1912, d. 16. desember 1999.
2. Hrefna Geirsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 7. desember 1913, d. 13. september 1995.
Hrefna var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Hrefna var á tíunda árinu. Hún var með föður sínum á Geirlandi 1927 og 1930, en fór þaðan 1932.
Hrefna vann lengi við afgreiðslu í Lífstykkjabúðinni í Reykjavík.
Þau Torfi giftu sig 1936, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðast við Hraunteig.
Torfi lést 1970 og Hrefna 1995.
I. Maður Hrefnu, (9. október 1936), var Torfi Jóhannsson verslunarstjóri, f. 22. febrúar 1905 í Ólafsvík, d. 24. júlí 1970. Foreldrar hans voru Jóhann Dalmann Erlendsson bóndi, söðlasmiður í Eiðhúsum í Miklaholthreppi, Snæf., f. 12. ágúst 1864, d. 5. desember 1941, og Anna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1862, d. 20. nóvember 1945.
Barn þeirra:
1. Geir Torfason innkaupastjóri hjá Loftleiðum, Flugleiðum og Icelandair, f. 26. nóvember 1940, d. 26. mars 2020. Kona hans Ingveldur Ingólfsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. september 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.