„Hjördís Antonsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Hjördís Antonsdóttir. '''Hjördís Antonsdóttir''' frá Eyrarbakka, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, skrifstofumaður fæddist þar 17. janúar 1929 og lést 5. nóvember 2007 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Anton Valgeir Halldórsson matsveinn, bryti, f. 31. maí 1902, d. 2. febrúar 1964, og barnsmóðir hans Guðrún ''Aðalheiður'' Bjarnadóttir frá Arnarbæli í Grím...)
 
m (Verndaði „Hjördís Antonsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 10. júlí 2022 kl. 21:07

Hjördís Antonsdóttir.

Hjördís Antonsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, skrifstofumaður fæddist þar 17. janúar 1929 og lést 5. nóvember 2007 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Anton Valgeir Halldórsson matsveinn, bryti, f. 31. maí 1902, d. 2. febrúar 1964, og barnsmóðir hans Guðrún Aðalheiður Bjarnadóttir frá Arnarbæli í Grímsnesi, síðar matráðskona á Sóla, f. 1. febrúar 1904, d. 15. desember 2000.

Hjördís ólst upp með móður sinni og móðurforeldrum Hólmfríði Jónsdóttur og Bjarna Eggertssyni á Tjörn á Eyrarbakka.
Hún vann við aðhlynningu á Borgarspítalanum og síðar á skrifstofu Sóknar í Reykjavík og beitti sér fyrir réttum kjörum félagsmanna.
Þau Ólafur giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Eyrarbakka, fluttu til Eyja 1956, bjuggu á Fagrafelli við Hvítingaveg 5 við fæðingu Jóhannesar 1958. Þau fluttu til Reykjavíkur 1969, bjuggu í Gyðufelli 10.
Ólafur lést af slysförum í Eyjum 1993.
Hjördís flutti til Eyja um áramótin 2000-2001, dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2007 á Sjúkrahúsinu.

I. Maður Hjördísar, (20. ágúst 1953), var Ólafur Björgvin Jóhannesson frá Breiðabóli á Eyrarbakka, sjómaður, vélstjóri, f. 9. mars 1930, d. 8. janúar 1993.
Börn þeirra:
1. Bjarni Ólafsson sjómaður, matsveinn, f. 13. febrúar 1954, d. 3. desember 2002. Barnsmæður hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Kristín Helga Runólfsdóttir. Kona hans Dagmar Kristjánsdóttir.
2. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Eyjum, f. 24. maí 1958. Kona hans Svanhildur Guðlaugsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.