„Sigfús Maríus Johnsen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
The content of the old revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
'''Sigfús Maríus Jóhannsson Johnsen bæjarfógeti''' fæddist í Eyjum 28. marz 1886 og lézt 9. júní 1974.<br>
Foreldrar: [[Jóhann J. Johnsen | Jóhann Jörgen Johnsen]], f. 1847 og k.h.
[[Anna Sigríður Árnadóttir]], f. 1855.<br>
Sigfús varð stúdent 1907, cand. phil. í Kaupmannahöfn 1908, lauk lögfræðiprófi frá Háskólanum í K.höfn 1914, varð yfirdómslögmaður 1914-18.<br>
Sigfús var aðstoðarmaður í Stjórnarskrifstofu Íslands í K.höfn um skeið að loknu prófi. Hann var settur dómari í Vestmannaeyjum um hálfs árs skeið 1916. Hann kenndi við unglingaskóla [[Björn H. Jónsson | Björns H. Jónssonar]] í Eyjum 1916-17, var stundakennari við Verzlunarskólann og kenndi verzlunarrétt 1922-25, kenndi við Iðnskólann í Rvk 1925-40. Settur var hann dómari í Eyjum 1916, var fulltrúi í Stjórnarráðinu 1917-40, hæstaréttarritari 1929-36 og sá um útgáfu hæstaréttardóma og vann jafnframt við Hagstofu Íslands. Honum var falið 1924 að hafa eftirlit með fiskveiðilöggjöfinni frá 1922 og dvaldist þá um hríð norðanlands; settur sama ár setufógeti og setudómari í Skagafirði í ýmsum málum. Var endurskoðandi Áfengisverzlunar Ríkisins 1924-28, kosinn var hann í lóðamerkjadóm Reykjavíkur 1929.<br>
Sigfús var skipaður bæjarfógeti í Eyjum 11. okt. 1940 og gegndi starfanum til 1949. Fluttist hann þá til  Reykjavíkur og starfaði sem fulltrúi í fjármálaráðuneytinu til 1957. Síðar var hann þrjú ár í Danmörku við fræðistörf, einkum rannsóknir á ættum Íslendinga í Danmörku.<br>
Sigfús var mikill fræðimaður um sögu Eyjanna og mannlíf þar. Nefna má stærsta verk hans: Saga Vestmannaeyja í tveim bindum, gefið út 1946 og endurútgefið ljósprentað 1989. Þá má nefna: Kláus Eyjólfsson lögsagnari, 300 ára minning, 1927; Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja í Andvara 1927-29; Hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum, í sama 1932; Um menn, sem hrapað hafa í björgum í Vestmannaeyjum, í Blöndu IV; greinar í Lesbók Morgunblaðsins, einkum varðandi sögulegan fróðleik úr Eyjum; Fyrstu mormónarnir, sem skírðir voru á Íslandi, í [[Blik | Bliki]] 1961; Ættir Íslendinga í Danmörku (í handriti); Ættir Vestmannaeyinga (í handriti); Rit um barnafræðslu á Íslandi 1910-1920 (í handriti); Ferðaþættir í Fálkanum.<br>
Auk þessa skrifaði hann skáldsögur: Herleidda stúlkan, 1960; Uppi var Breki, 1968.<br>
Hann reit sjálfsævisögu sína: Yfir fold og flæði, 1972.<br> 
Maki I, barnsmóðir: Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir, f. 1887.<br>
Barn: [[Baldur Johnsen | Baldur Garðar Johnsen]], f. 1910.<br>
Maki II (12. júní 1915): Jarþrúður Pétursdóttir, f. 3. júní 1890.<br>
Foreldrar: Pétur prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit, f. 12. júní 1850, d. 28. apríl 1926, Jóns dómstjóra Péturssonar prests á Víðivöllum Péturssonar og fyrri konu Jóns dómstjóra, Jóhönnu Sofíu Bogadóttur stúdents að Staðarfelli, Benediktssonar. Móðir Jarþrúðar og kona Péturs prests var Helga Skúladóttir á Sigríðarstöðum Kristjánssonar.<br> 
Þau Jarþrúður og Sigfús eignuðust ekki börn.(VÞÞ)


Heimildir:
*Hver er maðurinn? Rvk 1944.
*Íslenzkir samtíðarmenn. Reykjavík 1967.
*Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár.
*Kennaratal á Íslandi.
[[Flokkur: Fólk]]
[[Flokkur: Sýslumenn]]

Útgáfa síðunnar 6. nóvember 2006 kl. 19:41

Sigfús Maríus Jóhannsson Johnsen bæjarfógeti fæddist í Eyjum 28. marz 1886 og lézt 9. júní 1974.
Foreldrar: Jóhann Jörgen Johnsen, f. 1847 og k.h. Anna Sigríður Árnadóttir, f. 1855.
Sigfús varð stúdent 1907, cand. phil. í Kaupmannahöfn 1908, lauk lögfræðiprófi frá Háskólanum í K.höfn 1914, varð yfirdómslögmaður 1914-18.
Sigfús var aðstoðarmaður í Stjórnarskrifstofu Íslands í K.höfn um skeið að loknu prófi. Hann var settur dómari í Vestmannaeyjum um hálfs árs skeið 1916. Hann kenndi við unglingaskóla Björns H. Jónssonar í Eyjum 1916-17, var stundakennari við Verzlunarskólann og kenndi verzlunarrétt 1922-25, kenndi við Iðnskólann í Rvk 1925-40. Settur var hann dómari í Eyjum 1916, var fulltrúi í Stjórnarráðinu 1917-40, hæstaréttarritari 1929-36 og sá um útgáfu hæstaréttardóma og vann jafnframt við Hagstofu Íslands. Honum var falið 1924 að hafa eftirlit með fiskveiðilöggjöfinni frá 1922 og dvaldist þá um hríð norðanlands; settur sama ár setufógeti og setudómari í Skagafirði í ýmsum málum. Var endurskoðandi Áfengisverzlunar Ríkisins 1924-28, kosinn var hann í lóðamerkjadóm Reykjavíkur 1929.
Sigfús var skipaður bæjarfógeti í Eyjum 11. okt. 1940 og gegndi starfanum til 1949. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og starfaði sem fulltrúi í fjármálaráðuneytinu til 1957. Síðar var hann þrjú ár í Danmörku við fræðistörf, einkum rannsóknir á ættum Íslendinga í Danmörku.
Sigfús var mikill fræðimaður um sögu Eyjanna og mannlíf þar. Nefna má stærsta verk hans: Saga Vestmannaeyja í tveim bindum, gefið út 1946 og endurútgefið ljósprentað 1989. Þá má nefna: Kláus Eyjólfsson lögsagnari, 300 ára minning, 1927; Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja í Andvara 1927-29; Hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum, í sama 1932; Um menn, sem hrapað hafa í björgum í Vestmannaeyjum, í Blöndu IV; greinar í Lesbók Morgunblaðsins, einkum varðandi sögulegan fróðleik úr Eyjum; Fyrstu mormónarnir, sem skírðir voru á Íslandi, í Bliki 1961; Ættir Íslendinga í Danmörku (í handriti); Ættir Vestmannaeyinga (í handriti); Rit um barnafræðslu á Íslandi 1910-1920 (í handriti); Ferðaþættir í Fálkanum.
Auk þessa skrifaði hann skáldsögur: Herleidda stúlkan, 1960; Uppi var Breki, 1968.
Hann reit sjálfsævisögu sína: Yfir fold og flæði, 1972.
Maki I, barnsmóðir: Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir, f. 1887.
Barn: Baldur Garðar Johnsen, f. 1910.
Maki II (12. júní 1915): Jarþrúður Pétursdóttir, f. 3. júní 1890.
Foreldrar: Pétur prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit, f. 12. júní 1850, d. 28. apríl 1926, Jóns dómstjóra Péturssonar prests á Víðivöllum Péturssonar og fyrri konu Jóns dómstjóra, Jóhönnu Sofíu Bogadóttur stúdents að Staðarfelli, Benediktssonar. Móðir Jarþrúðar og kona Péturs prests var Helga Skúladóttir á Sigríðarstöðum Kristjánssonar.
Þau Jarþrúður og Sigfús eignuðust ekki börn.(VÞÞ)

Heimildir:

  • Hver er maðurinn? Rvk 1944.
  • Íslenzkir samtíðarmenn. Reykjavík 1967.
  • Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár.
  • Kennaratal á Íslandi.