„Fólk“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
m (Frægir eyjamenn færð á Þekktir eyjamenn) |
m (Þekktir eyjamenn færð á Fólk) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. júní 2005 kl. 14:18
- Ási í Bæ var einn frægasti tónlistarmaður Vestmannaeyja, fyrr eða síðar. Hann samdi mjög mörg lög og ljóð, þar á meðal Ástin Bjarta og Ég veit þú kemur, sem hann samdi með Oddgeiri Kristjánssyni.
- Oddgeir Kristjánsson samdi mörg fræg lög með Ása í Bæ.
- Binni í Gröf var landsfrægur aflamaður.
- Þorsteinn Víglundsson var einn atorkusamasti athafnamaður eyjanna, þekktastur fyrir byggingu gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, þar sem nú er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
- Þorsteinn Jónsson var mikill fiskimaður, en hann var formaður á sínum vélarbát í 48 ár.
- Sigfús M. Johnsen var á þriðja tug ára fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík. Árið 1940 varð hann bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
- Sigmund, sem hefur teiknað skopmyndir fyrir Morgunblaðið í áraraðir er samt þekktastur meðal sjómanna fyrir uppfinningarnar sínar: Sigmundsbeltið og sjálfvirka losunarbúnaðinn.
- Guðlaugur Friðþórsson öðlaðist heimsfrægð þegar að skipið Hellisey sem að hann var háseti á sökk suðaustur af Heimaey árið 1984, en þá synti hann um 5 kílómetra í land í vonskuveðri, gekk yfir nýja hraunið sem var þá enn heitt og gerði bæjarbúum viðvart um afdrif skipsins.
- Árni Johnsen var lengi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og er umsjónarmaður brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum.
- Guðjón Hjörleifsson var í átta ár bæjarstjóri Vestmannaeyja, en situr nú á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt því að vera í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
- Lúðvík Bergvinsson er í bæjarstjórn Vestmannaeyja, og situr á Alþingi fyrir Samfylkinguna
- Snorri Óskarsson er frægastur fyrir aðild sína að Hvítasunnusöfnuðinum.
- Gísli Óskarsson, er fréttamaður hjá RÚV, þekktur líffræðingur og heimildamyndagerðarmaður. Þeir Snorri eru bræður.
- Páll Zóphóníasson var bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja í eldfellsgosinu 1973 og er áframhaldandi byggð á Heimaey að miklu leyti honum að þakka.
- Frægasti háhyrningur í heimi, Keikó, var fluttur frá Bandaríkjunum til Vestmannaeyja síðsumars 1998 og dvaldist hann í sérsmíðaðri kví í Klettsvík á Heimaey í nokkur ár þar til honum var sleppt lausum í Atlantshafið, en hann dó utan stranda Noregs árið 2003, og var grafinn í jörðu þar í landi.