„Valgerður Benediktsdóttir (Stórhöfða)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Valgerður Benediktsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. mars 2022 kl. 11:47

Valgerður Benediktsdóttir í Stórhöfða, húsfreyja fæddist 17. júlí 1943 á Þorpum í Steingrímsfirði, Strand. og lést 13. mars 1992.
Foreldrar hennar voru Benedikt Gröndal Þorvaldsson frá Þorpum, f. 22. júlí 1915 á Heydalsá, d. 30. mars 2010 og kona hans Matthildur Guðbrandsdóttir frá Broddanesi í Strand., húsfreyja, f. 23. maí 1921 í Garpsdal í Barð., d. 22. maí 2008.

Valgerður var með foreldrum sínum í Sæborg á Hólmavík í æsku.
Hún nam í Húsmæðraskólanum á Varmalandi, Mýr. um 1961-1962.
Valgerður var með Matthildi dóttur sína hjá Óskari Sigurðssyni vitaverði í Stórhöfða 1972 og með Pálma Frey og Matthildi þar 1979.
Hún bjó að síðustu með Þorleifi í Reykjavík.
Valgerður lést 1992.

I. Sambúðarmaður Valgerðar var Eiríkur Ingvarsson frá Miðhúsum í Biskupstungum, sjómaður, laxastigasmiður, f. 20. maí 1932, d. 29. ágúst 2008. Þau skildu.
Barn þeirra:
1. Matthildur Ingibjörg Eiríksdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1967. Sambúðarmaður hennar Jón Emil Tórshamar, f. 22. apríl 1956. Barnsfaðir hennar Halldór Halldórsson, f. 14. apríl 1948, d. 12. desember 2003.

II. Sambúðarmaður Valgerðar var Óskar Jakob Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða, f. 19. nóvember 1937.
Barn þeirra:
1. Pálmi Freyr Óskarsson veðurathugunarmaður, f. 13. júní 1974, d. 7. júlí 2019.

III. Sambúðarmaður Valgerðar frá 1987 var Þórólfur Valgeir Þorleifsson flokkstjóri, bifreiðastjóri í hreinsunardeild Reykjavíkurborgar, f. 18. október 1940, d. 12. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Þorleifur Eyjólfsson, f. 26. ágúst 1898, d. 25. júlí 1973 og Ólöf Valgerður Diðriksdóttir, f. 5. mars 1897, d. 9. október 1985.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 22. maí 1992. Minning, og 4. mars 2011, minning Þórólfs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.