Pálmi Freyr Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Pálmi Freyr Óskarsson.

Pálmi Freyr Óskarsson frá Stórhöfða, veðurathugunarmaður, vitavörður, fuglamerkingamaður fæddist 13. júní 1974 og lést 7. júlí 2019.
Foreldrar hans voru Óskar Jakob Sigurðsson vitavörður, veðurathugunarmaður, fuglamerkingamaður, f. 19. nóvember 1937, og sambúðarkona hans Valgerður Benediktsdóttir frá Þorpum í Steingrímsfirði, húsfreyja, f. þar 17. júlí 1943, d. 13. mars 1992.

Barn Valgerðar og Eiríks Ingvarssonar:
1. Matthildur Ingibjörg Eiríksdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1967. Sambúðarmaður hennar Jón Emil Tórshamar, f. 22. apríl 1956.
Barnsfaðir hennar Halldór Halldórsson, f. 14. apríl 1948, d. 12. desember 2003.
Barn Valgerðar og Óskars:
1. Pálmi Freyr Óskarsson veðurathugunarmaður, vitavörður, fuglamerkingamaður, f. 13. júní 1974, d. 7. júlí 2019.

Pálmi var með foreldrum sínum.
Hann vann við veðurathuganir í Stórhöfða til 2013, gætti vitans og vann að fuglamerkingum.
Pálmi Freyr lést 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.