„Ágúst Þór Guðjónsson (Strandbergi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ágúst Þór Guðjónsson (Strandbegi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Ágúst Þór Guðjónsson (Strandbegi) á Ágúst Þór Guðjónsson (Strandbergi)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 4. mars 2022 kl. 15:44
Ágúst Þór Guðjónsson frá Strandbergi, bifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 7. maí 1923 á Sólheimum og lést 22. apríl 1992.
Foreldrar hans voru Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir frá Baldurshaga, húsfreyja, f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guðjón Úlfarsson úr Fljótsdal í Fljótshlíð, trésmiður, bóndi, f. 24. maí 1891, d. 13. maí 1960.
Börn Guðjóns og Þuríðar Guðrúnar:
1. Ágúst Guðjónsson, f. 29. mars 1920 í Baldurshaga, d. 2. desember 1920.
2. Guðlaug Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 15. júlí 1921 í Mandal, d. 26. október 2009.
3. Ágúst Þór Guðjónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. maí 1923 á Sólheimum, d. 22. apríl 1992.
4. Úlfar Guðjónsson, f. 11. september 1924 á Strandbergi, d. 13. júlí 1980.
5. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926 á Strandbergi, d. 8. mars 2001.
6. Bragi Þór Guðjónsson, f. 5. ágúst 1927 á Strandbergi, d. 27. september 2018.
7. Svandís Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 16. febrúar 1929 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 13. ágúst 2014. Maður hennar var Rafn Viggósson húsgagnabólstrari, f. 11. maí 1931, d. 15. nóvember 2017.
8. Hörður Guðjónsson, f. 23. maí 1930 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 2. janúar 2001. Bjó síðast á Selfossi
9. Gunnhildur Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 4. janúar 1933 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 6. nóvember 2004. Maður hennar var Haukur Ingvaldsson, f. 17. desember 1932, d. 6. nóvember 1969.
10. Lóa Guðjónsdóttir, f. 21. maí 1938 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 1. desember 2020.
Ágúst Þór var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim að Vatnsdal í Fljótshlíð 1927.
Hann nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni, varð bifreiðastjóri í Reykjavík.
Ágúst var kirkjuvörður í Seljakirkju og vann mikið fyrir söfnuðinn, einkum hvað snerti AA-starfsemi innan safnaðarins.
Hann lést 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. maí 1992. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.