Ágúst Þór Guðjónsson (Strandbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágúst Þór Guðjónsson frá Strandbergi, bifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 7. maí 1923 á Sólheimum og lést 22. apríl 1992.
Foreldrar hans voru Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir frá Baldurshaga, húsfreyja, f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guðjón Úlfarsson úr Fljótsdal í Fljótshlíð, trésmiður, bóndi, f. 24. maí 1891, d. 13. maí 1960.

Börn Guðjóns og Þuríðar Guðrúnar:
1. Ágúst Guðjónsson, f. 29. mars 1920 í Baldurshaga, d. 2. desember 1920.
2. Guðlaug Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 15. júlí 1921 í Mandal, d. 26. október 2009.
3. Ágúst Þór Guðjónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. maí 1923 á Sólheimum, d. 22. apríl 1992.
4. Úlfar Guðjónsson, f. 11. september 1924 á Strandbergi, d. 13. júlí 1980.
5. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926 á Strandbergi, d. 8. mars 2001.
6. Bragi Þór Guðjónsson, f. 5. ágúst 1927 á Strandbergi, d. 27. september 2018.
7. Svandís Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 16. febrúar 1929 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 13. ágúst 2014. Maður hennar var Rafn Viggósson húsgagnabólstrari, f. 11. maí 1931, d. 15. nóvember 2017.
8. Hörður Guðjónsson, f. 23. maí 1930 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 2. janúar 2001. Bjó síðast á Selfossi
9. Gunnhildur Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 4. janúar 1933 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 6. nóvember 2004. Maður hennar var Haukur Ingvaldsson, f. 17. desember 1932, d. 6. nóvember 1969.
10. Lóa Guðjónsdóttir, f. 21. maí 1938 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 1. desember 2020.

Ágúst Þór var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim að Vatnsdal í Fljótshlíð 1927.
Hann nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni, var verkamaður, síðan bifreiðastjóri í Reykjavík.
Ágúst var kirkjuvörður í Seljakirkju og vann mikið fyrir söfnuðinn, einkum hvað snerti AA-starfsemi innan safnaðarins.
Þau Guðný giftu sig, eignuðust fimm börn.
Ágúst Þór lést 1992 og Guðný 1995.

I. Kona Ágústs var Guðný Aradóttir, f. 2. september 1920, d. 19. september 1995. Foreldrar hennar voru Ari Kristján Eyjólfsson verkstjóri, f. 17. febrúar 1892, d. 26. september 1953, og kona hans Kristjana Þorláksdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1898, d. 1971.
Börn þeirra:
1. Jón Ágústsson kennari, f. 19. apríl 1944.
2. Ágúst Ágústsson, f. 18. ágúst 1945.
3. Þorlákur Ari Ágústsson, f. 12. júlí 1947.
4. Guðjón Róbert Ágústsson, f. 11. september 1948.
5. Þuríður Jana Ágústsdóttir, f. 15. mars 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 1. maí 1992. Minning Ágústs.
  • Morgunblaðið 227. september 1995. Minning Guðnýjar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.