„Þorkell Helgason (orkumálastjóri)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Þorkell Helgason (orkumálastjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 72: | Lína 72: | ||
Tónlist, enda verið viðloðandi Sumartónleika í Skálholtskirkju allt frá upphafi þeirra árið 1975.<br> | Tónlist, enda verið viðloðandi Sumartónleika í Skálholtskirkju allt frá upphafi þeirra árið 1975.<br> | ||
Hefur auk þess sinnt ýmsum öðrum málefnum tónlistar, t.d. setið um hríð í stjórn Tónlistarbandalags Íslands og í dómnefnd um menningarverðlaun DV 1991, var í tónleikanefnd Háskólans frá byrjun og í fulltrúaráði styrktarfélags Íslensku óperunnar í nokkur ár. | Hefur auk þess sinnt ýmsum öðrum málefnum tónlistar, t.d. setið um hríð í stjórn Tónlistarbandalags Íslands og í dómnefnd um menningarverðlaun DV 1991, var í tónleikanefnd Háskólans frá byrjun og í fulltrúaráði styrktarfélags Íslensku óperunnar í nokkur ár. | ||
{{Heimildir| | |||
*Heimaslóð}}. |
Útgáfa síðunnar 16. febrúar 2022 kl. 12:15
Þorkell Helgason prófessor, orkumálastjóri fæddist 2. nóvember 1942 á Heimagötu 15 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Helgi Þorláksson kennari, skólastjóri, organisti, söngstjóri, f. 31. opktóber 1915, d. 18. október 2000, og kona hans Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1922, d. 10. júní 2016.
Þorkell Helgason hefur samið æviágrip sitt.
Þorkell Helgason
Æviágrip 2015
Einkahagir:
Fæddur í Vestmannaeyjum, 2. nóv. 1942
Var kvæntur Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara, f. 25. jan. 1942, d. 21. okt. 2009.
Heimilisfang: Strönd, 225 Álftanesi
Sími 893 0744, netfang thorkellhelga@gmail.com, vefsíða www.thorkellhelgason.is.
Menntun:
Stúdentspróf frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1962.
Nám við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum haustmisserið 1962.
Stærðfræðinám við Háskólann í Göttingen 1963-1964 og við Háskólann í München 1964-1968. Diplom-próf þaðan í stærðfræði 1967.
Nám í hreinni og hagnýtri stærðfræði við MIT 1968-1971. Doktorsgráða (Ph.D.) þaðan vorið 1971. Heiti doktorsrits: On hypergraphs and hypergeometries.
Starfsferill:
Sérfræðingur við Reiknistofnun Háskólans, 1971-72.
Dósent í stærðfræði, 1972-85.
Prófessor í stærðfræði og aðgerðagreiningu, 1985-96, í leyfi frá ág. 1991.
Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ágúst 1991 - júní 1993.
Aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, júní -ágúst 1993.
Settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, sept. 1993 -sept. 1996.
Orkumálastjóri, sept. 1996 – árslok 2007.
Sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu fyrsta ársfjórðung 2008.
Ráðgjafi landskjörstjórnar í hlutastarfi frá maí 2008-2013.
Stjórnunarstöður við Háskóla Íslands:
Forstöðumaður reiknistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, 1972-74.
Forstöðum. reiknifræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, 1979-83.
Stjórnarformaður Raunvísindastofnunar Háskólans 1983-87.
Fyrsti stjórnarformaður Sjávarútvegsstofnunar Háskólans, 1989-91.
Fulltrúi í háskólaráði, 1974-76.
Í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskólans 1986-90.
Formaður stærðfræðiskorar í 2 ár.
Seta í ýmsum sérnefndum Háskólans, t.d. í skipulagsnefnd í nær 15 ár.
Önnur stjórnunarstörf:
1987-91 Í stjórn náttúruvísindadeildar Vísindaráðs.
1989-91 Í norrænni ráðgjafarnefnd um fjöltegundarannsóknir.
1988-91 Í ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar.
1986-90 Varaformaður stjórnar Kaupþings h.f.
1990-92 Formaður stjórnar Hávöxtunarfélagsins h.f.
1989-94 Í hreppsnefnd Bessastaðahrepps, en hafði áður starfað um árabil í skipulagsnefnd hreppsins.
1991-93 Í nefnd um mótun sjávarútvegsstefnu. Stjórnaði norrænni ráðstefnu um fiskveiðistjórnun, í Hirtshals.
1992-93 Formaður stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar í Reykjavík.
1993-96 Í stjórn Iðnþróunarsjóðs.
1993-95 Varamaður í stjórn Norræna fjárfestingarbankans.
1996-07 Formaður Íslandsdeildar Alþjóðaorkuráðsins.
1997-03 Í stjórn Norrænu orkurannsóknanna, formaður eitt árið.
1998-06 Formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
1996-07 Ýmis nefnda- og stjórnunarstörf í tengslum við embætti orkumálastjóra svo sem seta í verkefnastjórn Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Ráðgjöf:
1971-87 Fjármálaráðuneytið vegna skattamála.
1976 Dómsmálaráðuneytið vegna löggjafar um tölvuskráningu.
1982-91 Alþingi vegna endurskoðunar kosningalaga.
1980-93 Sjávarútvegsráðuneytið vegna líkanreikninga og fiskveiðistjórnunar.
1989 Forsætisráðherra vegna kjarasamninga.
Rannsóknir:
Þangað til 1974 aðallega í hreinni stærðfræði, netafræði. Síðan einkum við beitingu aðgerðagreiningar á ýmsum sviðum fiskifræði og fiskveiðistjórnunar. Einnig rannsóknir í slembinni bestun, m.a. með tilliti til hagnýtingar við fiskveiðiráðgjöf. Stjórnaði (ásamt með Stein W. Wallace, próf. við Tækniháskóla Noregs) norrænu verkefni að gerð alhliða fiskveiðistjórnunarlíkans.
Tók virkan þátt í tveimur vinnunefndum Alþjóða hafrannsóknaráðsins.
Rannsóknir (ásamt Kurt Jörnsten, próf við Norska verslunarháskólann í Bergen) á sviði kosningastærðfræði.
Greinar í innlendum og erlendum tímaritum og ráðstefnuritum, sumpart sem boðinn fyrirlesari.
Áhugamál:
Tónlist, enda verið viðloðandi Sumartónleika í Skálholtskirkju allt frá upphafi þeirra árið 1975.
Hefur auk þess sinnt ýmsum öðrum málefnum tónlistar, t.d. setið um hríð í stjórn Tónlistarbandalags Íslands og í dómnefnd um menningarverðlaun DV 1991, var í tónleikanefnd Háskólans frá byrjun og í fulltrúaráði styrktarfélags Íslensku óperunnar í nokkur ár.
Heimildir
- Heimaslóð
.