„Jóhann N. Ágústsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jóhann Nikulás Ágústsson''' stórkaupmaður fæddist 18. september 1932 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, S-Múl. og lést 3. september 2015.<br> Foreldrar hans voru Ágúst Sigfússon bóndi, útgerðarmaður, síðar verslunarmaður, gæslumaður, f. 13. september 1896 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, d. 11. desember 1983, og kona hans Elín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 9....) |
m (Verndaði „Jóhann N. Ágústsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 2. febrúar 2022 kl. 13:53
Jóhann Nikulás Ágústsson stórkaupmaður fæddist 18. september 1932 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, S-Múl. og lést 3. september 2015.
Foreldrar hans voru Ágúst Sigfússon bóndi, útgerðarmaður, síðar verslunarmaður, gæslumaður, f. 13. september 1896 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, d. 11. desember 1983, og kona hans Elín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1898 að Álftarhóli í A.-Landeyjum, d. 30. október 1969.
Börn Elínar og Ágústs:
1. Björg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1923, d. 30. september 2005, kona Sigurgeirs Kristjánssonar yfirlögregluþjóns, síðar forstjóra.
2. Halldór Ágústsson skipasmiður, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 26. október 1926 í Víðidal, d. 9. janúar 1957, tók út af vb. Maí. Hann var kvæntur Guðbjörg Sigríði Sigurjónsdóttur| frá Víðidal, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
3. Jóhann Nikulás Ágústsson kaupsýslumaður, f. 18. september 1932 í Stóru-Breiðavík við Reyðarfjörð, d. 3. september 2015, kvæntur Þóru Stefánsdóttur húsfreyju, f. 23. maí 1936.
Jóhann var með foreldrum sínum í æsku, flutti með móður sinni og systkinum til Eyja 1940, en faðir hans kom síðar.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1950, stundaði verslunarnám í Bretlandi á árunum 1957-58.
Jóhann bjó um skeið með móður sinni hjá Nikólínu og Jóhanni á Vilborgarstöðum, þá í Vatnsdal, síðar í húsi foreldra sinna við Landagötu.
Hann flutti til Reykjavíkur 1954, starfaði hjá SÍS 1954-56 og hjá Loftleiðum 1956-57. Hann hóf störf hjá verslun Ellingsen og var skrifstofustjóri þar frá 1958-68, er hann stofnaði eigið fyrirtæki, Jóhann Ágústsson heildverslun, sem hann rak fram á efri ár.
Hann sat í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna um skeið.
Þau Þóra giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn.
Jóhann lést 2015.
I. Kona Jóhanns, (2. apríl 1960), er Þóra Stefánsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1936. Foreldrar hennar voru Stefán Þórðarson sjómaður, f. 9. október 1903, d. 25. maí 1978, og kona hans Sigríður Halldórsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1907, d. 28. mars 2004.
Börn þeirra:
1. Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt á Akureyri, f. 4. september 1960. Kona hans Fanney Sigrún Ingvadóttir.
2. Stefán Jóhannsson viðskiptafræðingur í Hollandi, f. 5. nóvember 1961. Kona hans Sólrún Viðarsdóttir.
3. Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt í Reykjavík, f. 17. desember 1966. Kona hans Astrid Lelarge.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. september 2015. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.