„Hlöðver Einarsson (vélstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|265x265dp|''Hlöðver Einarsson. Hlöðver Einarsson frá Velli við Kirkjuveg 15, yfirvélstjóri. fæddist þar 11. nóvember 1945 og lést 25. desember 1986.<br> Foreldrar hans voru Einar Runólfsson skipstjóri, f. 25. desember 1918 í Garðhúsum í Seyðisfirði, d. 10. mars 2019, og kona hans Vilborg Sigríður Einarsdóttir...)
 
m (Verndaði „Hlöðver Einarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. janúar 2022 kl. 19:22

Hlöðver Einarsson.

Hlöðver Einarsson frá Velli við Kirkjuveg 15, yfirvélstjóri. fæddist þar 11. nóvember 1945 og lést 25. desember 1986.
Foreldrar hans voru Einar Runólfsson skipstjóri, f. 25. desember 1918 í Garðhúsum í Seyðisfirði, d. 10. mars 2019, og kona hans Vilborg Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 21. nóvember 1921 á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, d. 18. janúar 2005.

Börn Vilborgar og Einars:
1. Andvana drengur, f. 14. desember 1941 í Birtingarholti.
2. Atli Einarsson bankastarfsmaður, sjómaður, trésmiður, f. 21. janúar 1943 í Drífanda. Kona hans Rut Óskarsdóttir.
3. Eygló Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 28. febrúar 1944 í Drífanda. Maður hennar Hreinn Smári Guðsteinsson.
4. Hlöðver Einarsson sjómaður, yfirvélstjóri, f. 11. nóvember 1945 á Velli, d. 25. desember 1986, fórst með Suðurlandinu. Kona hans Kristín Káradóttir.
5. Friðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, vinnur hjá verkalýðssambandinu í Svíþjóð, f. 14. júní 1956. Maður hennar Magnús Geir Einarsson.

Hlöðver var með foreldrum sínum í æsku, á Velli og Fífilgötu 2.
Hann lauk prófi í Iðnskólanum í Eyjum 1963, lauk 4. stigsprófi í Vélskóla Íslands. Hlöðver lauk sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar í Reykjavík 1972. Hann var kominn áleiðis í rafvirkjanámi við ævilok.
Hlöðver stundaði vélstjórastörf bæði á fiskiskipum og farskipum og var fastur vélstjóri hjá Hafskipum um það leyti, sem þau hætttu rekstri. Hann var yfirvélstjóri á kaupfarinu Suðurlandi, er það fórst 1986.
Hlöðver sat í stjórn Vélstjórafélags Íslands fyrir kaupskipavélstjóra frá 1977.
Þau Kristín giftu sig 1969, eignuðust tvö börn.
Hlöðver fórst með Suðurlandinu 1986.

I. Kona Hlöðvers, (22. nóvember 1969), var Kristín Káradóttir húsfreyja, f. 1. maí 1949, d. 20. febrúar 2014. Foreldrar hennar Kári Söbeck Kristjánsson vélfræðingur, f. 11. ágúst 1928, d. 27. apríl 2013, og kona hans Aðalheiður Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1928, d. 13. júli 2016.
Börn þeirra:
1. Sigurður Helgi Hlöðversson auglýsinga- og fjölmiðlamaður, f. 8. mars 1968. Kona hans Þorbjörg Sigurðardóttir.
2. Hlín Hlöðversdóttir bókari, f. 12. júní 1978. Maður hennar Guðmundur Jón Tómasson.


Heimildir

.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.