„Guðrún Jónsdóttir (Fagurhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðrún Sigurlaug Jónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. janúar 2022 kl. 15:09

Guðrún Sigurlaug Jónsdóttir frá Norður-Hvammi í Mýrdal, húsfreyja fæddist 30. mars 1885 á Stóru-Heiði þar og lést 25. janúar 1957.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, f. 7. september 1855 á Hörgslandi á Síðu, drukknaði í sjó 25. apríl 1893, og kona hans Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1857 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 13. október 1944 á Suður-Hvoli þar.

Guðrún var með foreldrum sínum á Stóru-Heiði til 1886, á Felli 1886-1887, í Norður-Hvammi 1887-1903. Hún var vinnukona með móður sinni á Hvoli 1903-1904, vinnukona í Vík 1904-1905, í Suður-Vík 1905-1908.
Hún fór til Eyja 1908. Þau Stefán giftu sig 1908, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Fagurhól við Strandveg 55.
Guðrún Sigurlaug lést 1957 og Stefán 1967.

I. Maður Guðrúnar Sigurlaugar, (1908), var Stefán Ólafsson útgerðarmaður, bátsformaður, vélstjóri, f. 7. desember 1881, d. 4. mars 1967.
Barn þeirra:
1. Jón Stefánsson strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður á Loftskeytastöðinni í Eyjum, ritstjóri, f. 28. ágúst 1909 í Fagurhól, d. 19. mars 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.