„Vernharður Bjarnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Vernharður Bjarnason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Vernhardur Bjarnason.jpg|thumb|200px|''Vernharður Bjarnason]]
'''Vernharður Bjarnason''' frá Húsavík fæddist 16. júní 1917 og lést 1. mars 2001 á heimili sínu.<br>
'''Vernharður Bjarnason''' frá Húsavík fæddist 16. júní 1917 og lést 1. mars 2001 á heimili sínu.<br>
Foreldrar hans voru Bjarni Benediktsson kaupmaður, útgerðarmaður, síðar póstafgreiðslumaður á Húsavík, f. 29. september 1877, d. 25. júní 1964, og kona hans Þórðís Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1889, d. 23. apríl 1965.
Foreldrar hans voru Bjarni Benediktsson kaupmaður, útgerðarmaður, síðar póstafgreiðslumaður á Húsavík, f. 29. september 1877, d. 25. júní 1964, og kona hans Þórðís Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1889, d. 23. apríl 1965.

Útgáfa síðunnar 27. maí 2022 kl. 19:24

Vernharður Bjarnason

Vernharður Bjarnason frá Húsavík fæddist 16. júní 1917 og lést 1. mars 2001 á heimili sínu.
Foreldrar hans voru Bjarni Benediktsson kaupmaður, útgerðarmaður, síðar póstafgreiðslumaður á Húsavík, f. 29. september 1877, d. 25. júní 1964, og kona hans Þórðís Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1889, d. 23. apríl 1965.

Vernharður var með foreldrum sínum í Ásbyrgi á Húsavík, en stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri, var á íslenskum skipum 1930-1935 og erlendis frá 1935, aðallega Austur-Asíufélaginu danska. Hann var við skrifstofustörf hjá því í Bankok og við afgreiðslu skipa í Singapore 1936 og 1937.
Hann var við nám í eldri deild Samvinnuskólans 1938-1939.
Vernharður var starfsmaður hjá Helga Benediktssyni frænda sínum árin 1941-1943.
Hann var fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík 1945-1946 og framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur 1957-1967, auk þess að vinna ýmis bæjarstjórnar- og nefndastörf fyrir Húsavíkurbæ.
Vernharður var einn af stofnendum Radíomiðunar h.f. í Reykjavík 1967 og var þar framkvæmdastjóri til áramóta 1980, er hann seldi sinn hlut Baldri bróður sínum.
Þau Birna Guðný giftu sig í kirkjunni á Grenjaðarstað 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Húsavík 1944-1967, en síðan á Seltjarnarnesi, síðast á Skólabraut 5 þar.
Vernharður lést 2001 og Birna Guðný 2002.

I. Kona Vernharðs, (13. ágúst 1943), var Birna Guðný Björnsdóttir frá Kirkjulandi, húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.
Börn þeirra:
1. Lárus Bergur Vernharðsson starfsmaður slökkviliðsins á Keflavíkurvelli, f. 4. janúar 1944, d. 31. maí 2006. Kona hans Margrét Birna Sigurðardóttir.
2. Soffía Vernharðsdóttir skrifstofumaður, gjaldkeri í Reykjavík, f. 23. júlí 1946, d. 7. september 2016.
3. Bjarni Jóhann Vernharðsson, f. 3. maí 1949, d. 27. febrúar 2021.
4. Björn Óskar Vernharðsson sálfræðingur, f. 3. ágúst 1954. Kona hans Torfhildur Stefánsdóttir.
5. Alda Ólöf Vernharðsdóttir í Reykjavík, f. 9. júlí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.