„Kristín Schmidt“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|100px|''Kristín Schmidt. '''Kristín Andrea Níelsdóttir (Schmidt)''' húsfreyja fæddist 31. mars 1935 á Rømø í Danmörku og lést 18. júl...) |
m (Verndaði „Kristín Schmidt“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. nóvember 2021 kl. 15:07
Kristín Andrea Níelsdóttir (Schmidt) húsfreyja fæddist 31. mars 1935 á Rømø í Danmörku og lést 18. júlí 2020 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Niels Chr. Schmidt, f. 1906, d. 1969, og Anna Kirstine Katrine Hansen, f. 1906, d. 2008.
Kristín ólst upp á býlinu Nørrevang á Rømø.
Hún kom ung til Íslands 1952 til að heimsækja frænku sína Clöru Lambertsen, var í vist hjá Birni Guðmundssyni og Sigurjónu Ólafsdóttur, og vann síðar í Ísfélaginu. Hún hóf störf í Sjúkrahúsinu 1956 og þar vann hún líka frá 1976-2000.
Þau Ólafur giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Vilborgarstöðum og síðar á Strembugötu 26.
Kristín lést 2020 og Ólafur 2021.
I. Maður Kristínar, (28. október 1956), var Ólafur Rósinkrans Guðnason frá Norðurgarði, vélvirki, f. 14. ágúst 1933, d. 10. september 2021.
Börn þeirra:
1. Birgir Ólafsson tannlæknir, f. 15. febrúar 1960. Fyrrum kona hans Elín Ingibjörg Jacobsen. Sambúðarkona hans Jónína Ásbjörnsdóttir Christensen.
2. Gunnar Ólafsson vélsmíðameistari, f. 31. maí 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók
- Manntöl.
- Morgunblaðið 11. ágúst 2020. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.