„Þórunn Valdimarsdóttir (Bræðraborg)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Þórunn Valdimarsdóttir (Bræðraborg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 20. apríl 2021 kl. 11:31
Þórunn Sigríður Valdimarsdóttir frá Bræðraborg, húsfreyja fæddist 12. janúar 1926 í Litlabæ og lést 8. júlí 2012.
Foreldrar hennar voru Valdimar Ástgeirsson málari frá Litlabæ, f. 19. september 1898, d. 26. júlí 1978, og kona hans Þórodda Vigdís Loftsdóttir frá Uppsölum, húsfreyja, f. 12. ágúst 1905, d. 29. júlí 1986.
Börn Þóroddu og Valdimars voru:
1. Þórunn Sigríður Valdimarsdóttir, f. 12. janúar 1926 í Litlabæ, d. 8. júlí 2012. Maður hennar Guðjón Gísli Magnússon.
2. Þórða Eva Valdimarsdóttir, f. 20. desember 1927, d. 29. september 1989. Maður hennar Magnús Magnússon.
3. Jónína Kristín Valdimarsdóttir húsfreyja í í Mosfellsbæ, f. 5. júlí 1936. Maður hennar Engelhart Þór Svendsen.
4. Þráinn Valdimarsson, f. 3. júní 1946, drukknaði 5. febrúar 1973. Kona hans Gerður Kristinsdóttir.
Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, í Litlabæ 1930 og 1934, á Sæbóli, Strandvegi 50 1940, en með þeim í Bræðraborg 1945 og 1949.
Hún vann ýmis störf.
Þau Gísli, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu i Bræðraborg, síðar í Heiðardal við Hásteinsveg 2.
Gísli lést 2000.
Þórunn dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2012.
I. Maður Þórunnar var Guðjón Gísli Magnússon frá Skansinum, sjómaður, verkamaður, f. 20. október 1924, d. 27. febrúar 2000.
Barn þeirra:
1. Valdimar Þór Gíslason, f. 14. apríl 1953.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.