„Unnur Pálsdóttir (Arnarstapa)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Unnur Pálsdóttir''' húsfreyja á Arnarstapa fæddist 22. júní 1905 á Hofsósi og lést 14. október 1981 í Reykjavík.<br> =Ætt og uppruni= Foreldrar hennar...)
 
m (Verndaði „Unnur Pálsdóttir (Arnarstapa)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 18. apríl 2021 kl. 11:44

Unnur Pálsdóttir húsfreyja á Arnarstapa fæddist 22. júní 1905 á Hofsósi og lést 14. október 1981 í Reykjavík.

Ætt og uppruni

Foreldrar hennar voru Páll kennari þar og á Hofsósi og bóndi á Kvíabekk og Ártúni á Höfðaströnd í Skagafirði, oddviti og sýslunefndarmaður, f. 9. júlí 1879, d. 15. desember 1965, sonur Ísaks Árna bónda á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal, síðar á Atlastöðum þar, f. 3. janúar 1851, d. 6. maí 1934, Runólfssonar og konu Ísaks Árna, Önnu Sigríðar húsfreyju, f. 7. desember 1859, d. 25. nóvember 1954, Björns bónda á Atlastöðum Sigurðssonar.

Móðir Unnar og kona Páls Árnasonar var Þórey Halldóra ljósmóðir, f. 21. ágúst 1875 að Mýrarkoti á Höfðaströnd, d. 31. júlí 1957 á Hofsósi, Jóhanns bónda á Vatni í Hofshreppi í Skagafirði, Svínavallakoti í Unadal þar, Hóli á Skaga, - og um skeið sjómaður í Grafarósi, f. 1. nóvember 1843, d. 12. desember 1923, Jónatanssonar bónda á Reykjarhóli í Fljótum Jónatanssonar og konu Jónatans á Reykjarhóli, Hólmfríðar Gunnlaugsdóttur. Móðir Þóreyjar Halldóru ljósmóður var Þórey húsfreyja, f. 14. jan. 1843, d. 6. maí 1884, Péturs bónda á Vatni Sveinssonar ríka Hjaltalín og konu Péturs á Vatni, Þóreyjar Ásmundsdóttur frá Bjarnastöðum í Unadal.

Börn Halldóru og Páls í Eyjum:
1. Unnur Pálsdóttir, f. 22. júní 1905, d. 14. október 1981.
2. Anna Pálsdóttir ljósmóðir, f. 14. maí 1910, d. 6. september 1984.

Unnur var með foreldrum sínum í æsku, á Hofi 1910, í Ártúni 1920.
Þau Sveinn giftu sig 1929, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu húsið Arnarstapa við Dalaveg 1933 og bjuggu þar til Goss, en fluttu til Hveragerðis. Sveinn lést í ágúst og hún í október 1981.

I. Maður Unnar, (29. júní 1929), var Sveinn Guðmundsson kaupmaður, forstjóri, f. 17. apríl 1905 í Grænanesi í Norðfirði, d. 16. ágúst 1981.
Börn þeirra:
1. Garðar Sveinsson skrifstofustjóri í Hafnarfirði, f. 11. mars 1931, d. 8. janúar 2016. Kona hans Guðný Lára Ágústsdóttir.
2. Ásdís Sveinsdóttir ritari, f. 16. júní 1932.
3. Aðalheiður Sveinsdóttir býr í Noregi, f. 28. janúar 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.